Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 21. júlí 2019 21:43
Egill Sigfússon
Rúnar Kristins: Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu fyrir mót hefði ég tekið því
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Stjörnuna í heimsókn á Meistaravelli í kvöld í 13.umferð Pepsí Max-deildarinnar. Liðin skildu jöfn 2-2 eftir að Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á þriðju mínútu uppbótartímans.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði það svíða að fá á sig mark svona í blálokin en fannst úrslitin heilt yfir sanngjörn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Stjarnan

„Það er alltaf sárt að fá á sig mark í lok leiksins en leikurinn er náttúrulega 90 plús mínútur, við þurfum að klára svona verkefni aðeins betur. Ég held að úrslitin hafi verið ágætlega sanngjörn þrátt fyrir þetta allt. Við vorum arfaslakir í fyrri hálfleik en komum mun sterkari út í síðari hálfleikinn og uppskerum tvö góð mörk."

KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar sem getur minnkað í fjögur vinni Blikar á morgun. Rúnar er ánægður með stöðuna og segir að nú verði liðið bara að halda áfram að safna stigum.

„Mér lýst bara vel á framhaldið, við verðum bara að halda áfram að safna stigum, það er nóg eftir af þessu. Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu fyrir mót hefði ég tekið henni og við þurfum bara að halda áfram að berjast fyrir okkar stigum."
Athugasemdir
banner