Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. júlí 2024 13:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Víkingur Ó. lagði KFA í toppbaráttuslag
Björn Axel Guðjónsson
Björn Axel Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur Ó. 2 - 0 KFA
1-0 Björn Axel Guðjónsson ('20 )
2-0 Eyþór Örn Eyþórsson ('59 )
Lestu um leikinn


Víkingur Ólafsvík komst uppfyrir KFA í 2. sætið í 2. deild með sigri á liðinu á heimavelli í dag.

Heiðar Snær Ragnarsson komst í dauðafæri til að koma KFA yfir strax á upphafsmínútum leiksins en skaut í stöngina. Arkadiusz Jan Grzelak fyrirliði KFA var síðan stálheppinn að skora ekki sjálfsmark þegar hann hreinsaði boltann í horn. 

Björn Axel Guðjónsson braut loks ísinn þegar hann fékk boltann fyrir utan vítateiginn og tók sprettinn inn á teiginn og átti skot í nærhornið og boltinn hafnaði í netinu. 1-0 fyrir Víking.

KFA fékk tækifæri til að jafna metin eftir tæplega klukkutíma leik en það mistókst. Eyþór Örn Eyþórsson refsaði þeim fyrir það.

KFA fékk hornspyrnu sem Víkingar komu frá og brunuðu í skyndisókn. Björn Axel tók á sprettinn inn á teiginn og sendi boltann á Eyþór sem skoraði.

Jón Breki Guðmundsson, leikmaður KFA, féll inn á teig Víkings þegar skammt var til loka venjulegsleiktíma og KFA vildi fá vítaspyrnu en ekkert dæmt. Nær komust þeir ekki og sigur Víkings staðreynd.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner