Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. júlí 2024 16:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Árbær upp fyrir Víði eftir frábæran sigur í Garðinum
Árbæingar leika í glæsilegum búningum
Árbæingar leika í glæsilegum búningum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víðir 1 - 2 Árbær
0-1 Aron Breki Aronsson ('6 )
1-1 Markús Máni Jónsson ('56 )
1-2 Djordje Panic ('80 )
Lestu um leikinn


Það var spennandi leikur í Garðinum í dag þegar heimamenn í Víði fengu Árbæ í heimsókn í 3. deild. Fyrir leikinn var Víðir í 2. sæti, tveimur stigum á undan Árbæ.

Það var vindasamt í Garðinum en það var Árbæingum í hag snemma leiks þegar Aron Breki Aronsson kom liðinu yfir með marki beint úr aukaspyrnu af löngu færi.

Markús Máni Jónsson jafnaði metin fyrir Víði eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik þegar hann komst einn í gegn en þurfti tvær tilraunir þar sem Bartosz Matoga markvörður Árbæjar varði fyrra skotið.

Djordje Panic tryggði Árbæ stigin þrjú eftir þunga sókn. Liðið stökk því upp í 2. sætið og er stigi á undan Víði og fjórum stigum á eftir toppliði Kára sem vann Elliða fyrr í dag.

Víðir 1 - 2 Árbær
0-1 Aron Breki Aronsson ('6 )
1-1 Markús Máni Jónsson ('56 )
1-2 Djordje Panic ('80 )
Lestu um leikinn

Elliði 0 - 3 Kári
0-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('45 )
0-2 Oskar Wasilewski ('59 )
0-3 Axel Freyr Ívarsson ('90 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner