Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. ágúst 2018 10:15
Fótbolti.net
Þrenna Tryggva: Markaskorari sem dregur vagninn
Þrennan með Tryggva.
Þrennan með Tryggva.
Mynd: Fótbolti.net
Patrick Pedersen er sjóðheitur þessa dagana.
Patrick Pedersen er sjóðheitur þessa dagana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér að neðan má sjá uppgjör Tryggva eftir sautjándu umferðina.



Patrick dregur vagninn
Þetta var risa sigur hjá Valsmönnum sem fengu þrjá punkta á meðan Breiðablik fékk ekkert stig og Stjarnan bara eitt. Þetta var flottur og mikilvægur sigur hjá Val. Það er einn maður að minna rækilega á sig hjá Val og narta í hælana á Hilmari Árna, það er Patrick Pedersen. Hann er að draga vagninn eins og markaskorarar eiga að gera. Patrick er með fimm mörk í tveimur leikjum og hann er klárlega besti senterinn í deildinni á meðan Hilmar er besti miðjumaðurinn. Þeir verða að kljást um gullskóinn þar til tímabilið klárast.

Klúður hjá Víkingi
Víkingur hefði með sigri á móti Fjölni komið sér frá fallslagnum og skilið Fjölni og Fylki eftir í tveggja liða rimmu um það hverjir fara niður með Kefalvík. Víkingur fékk á sig algjört skítamark á 94. mínútu þar sem vantar fókus. Það er synd að menn hafi ekki meiri metnað fyrir verkefninu og sjái alvöru málsins. Það sýnir veikleika að standa það ekki af sér þegar svona mikið er í húfi. Þetta mark á 94. mínútu þýðir að Víkingur er ennþá með í fallbaráttunni. Ef Víkingar ná að losa sig úr baráttunni þá gætum við fengum að sjá hörkurimmu í lokaumferðinni, úrslitaleik um það hverjir fara niður, þar sem Fylkir og Fjölnir mætast í Árbænum.

Langar engu liði í Evrópu?
Af sjö efstu liðunum voru bara tvö lið sem unnu í þessari umferð, Valur og KR. Þetta gæti orðið hörkurimma um Evrópusæti. Það er ljóst að 4. sætið gefur Evrópusæti þar sem Stjarnan og Breiðablik mætast í bikarúrslitum. Þegar fimm leikir eru eftir er KR í bílstjórasætinu en það hefur verið lítið að frétta af þessum liðum í Evrópubaráttu upp á síðastkið, KR, FH og Grindavík. KA hefur aðeins blandað sér í þetta upp síðkastið en þeir misstigu sig um helgina. KR vann flottan sigur fyrir norðan og er í góðum málum í augnablikinu.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner