Hákon, sem er 21 árs, var keyptur til Lille frá FC Kaupmannahöfn fyrir 17 milljónir evra síðasta sumar. Hann fór hægt af stað í franska boltanum en vann sig vel inn í liðið þegar leið á tímabilið.
Hann er að byrja nýtt tímabil af krafti en hann átti geggjaða stoðsendingu í gær þegar Lille vann 2-0 sigur gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Miðað við samfélagsmiðla þá er Hákon í miklum metum hjá stuðningsmönnum Lille en þeir virðast mjög ánægðir með Skagamanninn unga. Þeir hafa heillast af honum inn á miðsvæðinu.
Stuðningsmenn liðsins líka honum við Andres Iniesta og Kaka á samfélagsmiðlum. Þá segir einn að Hákon muni ekki endast lengi hjá Lille. „Á hverri stundu mun enskt félag koma og sækja hann. Gríðarlega áhugaverður leikmaður," segir sá.
Hann fékk hæstu einkunn allra hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe í gær en hann fékk átta. Þeir hjá L'Equipe eru þekktir fyrir að vera harðir í einkunnagjöf sinni.
Það er vonandi að Hákon eigi frábært tímabil í Frakklandi en íslenskir fótboltaáhugamenn eru vel meðvitaðir um það hversu frábær hann er í fótbolta.
Hakon Haraldsson est élu homme du match par @lequipe. pic.twitter.com/lXlVBUppTz
— SuiveurLillois (@SuiveurLillois) August 20, 2024
Gudmunsson - Haraldsson
— KC Sherlock. ?????????????????? (@xSherlocked_) August 20, 2024
Voilà les deux hommes du match.
Haraldsson nous a pondu le plus beau match depuis son arrivée je suis pas ouvert au débat ? https://t.co/H3zYxDJ2Bo
— ToMax (@ToMax___) August 20, 2024
Tout le monde aura fait son match mais le volume de courses intelligentes d'André, Haraldsson, David, Cabella et Santos a été plus que primordial pour ouvrir cette équipe
— Ce sont mes frères (@NousSommesLille) August 20, 2024
Un très bon choix de Genesio d'avoir utilisé Haraldsson à ce poste pour profiter de toute sa palette
Haraldsson and Gudmunsson vs. Slavia Prague pic.twitter.com/GhioOElmEP
— ???????? Eskender Tamrat ?? (@eskeFussball) August 20, 2024
Great assist there by Hákon Arnar Haraldsson ???? https://t.co/pZ0c1wbQHT
— Tryggvi Kristjánsson (@DrHahntastic) August 20, 2024
Haraldsson et André ce soir pic.twitter.com/7tjLbGsUvL
— LdB (@b16_ld) August 20, 2024
Haraldsson à ce poste c’est un grand oui
— on a fait mieux (@Xekastique) August 20, 2024
Le match de Gudmundsson et Haraldsson ????????
— Océane???????? (@Maseff23) August 20, 2024
Faudra qu'on parle des passes du plat du pied d'Haraldsson
— Lillerenze ?????? (@Lillerenze) August 20, 2024
Bordel quelle élégance

