Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
banner
   lau 21. september 2019 17:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans strákar í Gróttu eru á leiðinni í Pepsi-Max deild karla á næsta tímibili eftir 4-0 sigur gegn Haukum í lokaumferðinni í Inkasso deild karla. Grótta voru nýliðar í 1. deildinni í ár og er hreint ótrúlegt að fara upp um tvær deildir á tveimur árum.

"Það er ofboðslega erfitt að setja þetta í orð, er ótrúlega stoltur af þessum ungu mönnum að spila svona í þessum leik þegar allt er undir og þetta unga félag með kannski ekki mikla hefð en að halda haus og klára þetta eins og liðið átti skilið því við vorum í toppbaráttunni í allt sumar, er með geggjaða leikmenn„ geggjuð liðsheild, liðstjórnin, stuðningsmennirnir. Við erum að upplifa tíma sem hafa ekki sést áður, þetta er yndislegt" Hafði Óskar að segja um þetta frábæra tímabil.

" Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, erum með svipað lið við vorum með í fyrra og stundum er það bara þannig að menn vaxa með verkefnunum og það er engin spurning að þetta lið sýndi það" Bætti Óskar Hrafn við.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Hörður Snævar frá 433.is var með spurningu frá Hjörvari Hafliðasyni sem var með Live Dr. Football þátt. Hörður spurði Óskar hvort hann gæti lofað hvort hann verði við stjórnvölin á næsta ári.

"Hjörvar veit það að lífið getur breyst á stuttum tíma, það er ekkert hægt að segja til um það, ég ætla bara njóta þess að vera til og að hafa unnið þessa ágætu deild með mínu liði. Framtíðin er óskrifað blað, ég get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram, er ég rétti maðurinn til að vera með Gróttu í Pepsi-Max ég veit það ekki, ég ætla ekki að vera svo hrokafullur að segja það því kannski er einhver annar sem er betri í því" Sagði Óskar um framhaldið.

Þvílikur árangur hjá Gróttu í sumar að komast í Pepsi-Max þar sem enginn var að búast við því eða allavega ekki margir en Grótta verið frábærir í sumar og sætið í Pepsi Max fyllilega verðskuldað. Spurning að sjá hvar Óskar Hrafn endar þar sem hann hefur verið mikið orðaður við Breiðablik og önnur stór félög.

Til hamingju Grótta með frábæran árangur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner