Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
   mán 21. september 2020 23:19
Þorgeir Leó Gunnarsson
Guðjón Þórðar: Í kvöld gátum við ekki skorað
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík fór í heimsókn í Mosfellsbæ í kvöld en fengu ekkert út úr þeirri bæjarferð. 1-0 tap var staðreynd í þessari 17.umferð Lengjudeildar karla og því mikilvægir leikir framundan hjá liðinu sem sogast niður í botnbaráttu með þessum úrslitum. Guðjón Þórðarson var svekktur í leikslok þrátt fyrir ágætis frammistöðu „Ég er að mörgu leiti ánægður með frammistöðu minna manna. Það var ágætis bragur á liðinu og við hófum leikinn ágætlega. Við gáfum síðan eftir og Afturelding komst inn í leikinn og skoruðu gott mark" Sagði Guðjón beint eftir leik.

Guðjón hefur verið með lið Víkings núna í nokkrar vikur og telur að sínar áherslur séu að ná í gegn hægt og rólega „Ég er að reyna. Þetta er knappur tími og stíft leikjaprógramm og ekki mikill tími fyrir æfingar" Sagði Guðjón meðal annars.

Nánar er rætt við Guðjón í viðtalinu hér fyrir ofan. Þar er hann meðal annars spurður út í næsta tímabil, leikina framundan og nammipokann sem fær ekki að njóta sín.
Athugasemdir
banner
banner