
Víkingur Ólafsvík fór í heimsókn í Mosfellsbæ í kvöld en fengu ekkert út úr þeirri bæjarferð. 1-0 tap var staðreynd í þessari 17.umferð Lengjudeildar karla og því mikilvægir leikir framundan hjá liðinu sem sogast niður í botnbaráttu með þessum úrslitum. Guðjón Þórðarson var svekktur í leikslok þrátt fyrir ágætis frammistöðu „Ég er að mörgu leiti ánægður með frammistöðu minna manna. Það var ágætis bragur á liðinu og við hófum leikinn ágætlega. Við gáfum síðan eftir og Afturelding komst inn í leikinn og skoruðu gott mark" Sagði Guðjón beint eftir leik.
Guðjón hefur verið með lið Víkings núna í nokkrar vikur og telur að sínar áherslur séu að ná í gegn hægt og rólega „Ég er að reyna. Þetta er knappur tími og stíft leikjaprógramm og ekki mikill tími fyrir æfingar" Sagði Guðjón meðal annars.
Nánar er rætt við Guðjón í viðtalinu hér fyrir ofan. Þar er hann meðal annars spurður út í næsta tímabil, leikina framundan og nammipokann sem fær ekki að njóta sín.
Athugasemdir