Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 21. september 2024 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hrannar í leiknum í dag.
Hrannar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bræðurnir Hallgrímur og Hrannar.
Bræðurnir Hallgrímur og Hrannar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Sástu þetta? Og sérðu þetta?'
'Sástu þetta? Og sérðu þetta?'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Úff maður, þú vilt örugglega ekki vita hvað ég var að hugsa síðustu fjórar mínúturnar í uppbótartíma. Ég þakka guði fyrir að þú sért að taka viðtal við mig núna en ekki strax eftir leik, því ég stóð varla í lappirnar, ég titraði frá toppi til táar," sagði eðlilega kátur Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, við Fótbolta.net eftir að hann varð bikarmeistari með liðinu.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Ég er ekki að grínast, það er svona þúsund sinnum merkilegra fyrir okkur að vinna þennan bikar heldur en Víkinga, með fullri virðingu, í fimmta skiptið. Sem er kannski bara eðlilegt. Þú sérð tilfinningarnar, ég get ekki lýst þessu."

„Það fannst mér, ég var náttúrulega hægra megin í fyrri hálfleik, en ég heyrði aldrei í Víkingunum nema á litlum kafla í seinni hálfleiknum þegar ég er ofan í þeim. Annars heyrði ég bara í þeim hérna (á bakvið mig). Sástu þetta? Og sérðu þetta? Stuðningsmenn okkar sturlaðir í dag, frá upphafi til enda. Ég held án gríns að við höfum bara viljað þetta meira."

„Mér fannst við gera þetta vel. Í fyrra, fannst mér á köflum, við vera að tapa boltanum of fljótt. Í dag fannst mér við þora. Auðvitað kom kannski 5-10 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem Víkingarnir voru með okkur svolítið neðarlega. Við vissum að við þurftum að þrauka það. Þeir klúðra held ég einu dauðafæri í leiknum. Mér fannst þetta bara frábær leikur."

„KA hafði aldrei orðið bikarmeistari, sem er ólíkindum, farið milljón sinnum í úrslitaleik. Ég var að segja við Skúla, Hjörvar og fleiri stjórnarmenn... þetta er ellefta tímabilið mitt hérna og ég held ég hefði ekki trúað því að ég væri að fara vinna titilinn með KA. En við náðum því í dag."


„Guð minn góður, frændi"
Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - í marki KA varði virkilega vel í uppbótartíma þegar hann kom út í teiginn og lokaði á Helga Guðjónsson sem var kominn í góða stöðu.

„Já, guð minn góður, frændi. Mamma mín og pabbi hans eru systkini. Ég og Grímsi vorum staðráðnir í því að við myndum hlaupa strax til hans eftir leik. Hann var mjög öruggur, greip inn í það sem hann átti að grípa inn í. Svo bara tekur hann Roland Eradze á 93. mínútu. Svo hirðir hann fyrirgjöf stuttu seinna eins og kóngurinn sem hann er," sagði Hrannar. Roland Eradze er fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta.

Viðtalið við Hrannar er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner