Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Nýr þáttur um Loga Tómasson - fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   lau 21. september 2024 19:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Stubbur fagnar eftir leik.
Stubbur fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bikarmeistari.
Bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ólýsanlegt, ég trúi þessu ekki ennþá," sagði Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - markvörður KA eftir að hann varð bikarmeistari í dag.

„Ég held ég hafi verið stressaðri á bekknum í fyrra, það var í raun ótrúlegt hvað ég var lítið stressaður í aðdraganda leiksins og leið bara vel inn á."

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

KA komst yfir í fyrri hálfleik og Stubbur hefði viljað sjá sína menn bæta við þá forystu fyrr, en það þýðir ekki að spá í því núna. En á 93. mínútu fékk Víkingur færi, Helgi Guðjónsson var að sleppa í gegn og reyndi að setja boltann yfir Stubb sem kom á ferðinni út á móti sóknarmanninum. Stubbur náði að slæma hönd í boltann og sókn Víkings rann út í sandinn.

„Já já, það er bara gamla góða X-ið, handbolta X-ið og krampi í kaupbæti. Þetta var krampi í kálfa, kálfinn er að krampa stundum, maður er orðinn gamall."

Stubbur hefur spilað með flestum liðum á Norðurlandi og framan af ferlinum áttu í besta falli mjög fáir von á því að hann yrði aðalmarkvörður í efstu deild, og hvað þá bikarmeistari.

„Ég bjóst ekki við þessu fyrir 3-4 árum, ekki heldur í fyrra. Maður er bara búinn að leika sér í neðri deildum, eitt ævintýri með Magna í 1. deild. Svo ætlaði maður að vera varamarkvörður hjá sínu félagi og ná að klukka einn leik í efstu deild. Þeir eru orðnir aðeins fleiri, og bikarmeistaratitill. Það verður ekki betra held ég."

„Í mínum villtustu draumum bjóst ég við að þetta myndi gerast. Þetta er bara dásamlegt."


Hallgrímur Mar Steingrímsson, samherji Stubbs, tók sprettinn til Stubbs í leikslok. Það var sýnilegt þakklæti.

„Mér sýndist það. Yfirleitt er hann brjálaður við mig og öskrandi á mig, en ég fékk þakklæti í þetta skiptið," sagði Stubbur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner