Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 21. september 2024 19:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Stubbur fagnar eftir leik.
Stubbur fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bikarmeistari.
Bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ólýsanlegt, ég trúi þessu ekki ennþá," sagði Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - markvörður KA eftir að hann varð bikarmeistari í dag.

„Ég held ég hafi verið stressaðri á bekknum í fyrra, það var í raun ótrúlegt hvað ég var lítið stressaður í aðdraganda leiksins og leið bara vel inn á."

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

KA komst yfir í fyrri hálfleik og Stubbur hefði viljað sjá sína menn bæta við þá forystu fyrr, en það þýðir ekki að spá í því núna. En á 93. mínútu fékk Víkingur færi, Helgi Guðjónsson var að sleppa í gegn og reyndi að setja boltann yfir Stubb sem kom á ferðinni út á móti sóknarmanninum. Stubbur náði að slæma hönd í boltann og sókn Víkings rann út í sandinn.

„Já já, það er bara gamla góða X-ið, handbolta X-ið og krampi í kaupbæti. Þetta var krampi í kálfa, kálfinn er að krampa stundum, maður er orðinn gamall."

Stubbur hefur spilað með flestum liðum á Norðurlandi og framan af ferlinum áttu í besta falli mjög fáir von á því að hann yrði aðalmarkvörður í efstu deild, og hvað þá bikarmeistari.

„Ég bjóst ekki við þessu fyrir 3-4 árum, ekki heldur í fyrra. Maður er bara búinn að leika sér í neðri deildum, eitt ævintýri með Magna í 1. deild. Svo ætlaði maður að vera varamarkvörður hjá sínu félagi og ná að klukka einn leik í efstu deild. Þeir eru orðnir aðeins fleiri, og bikarmeistaratitill. Það verður ekki betra held ég."

„Í mínum villtustu draumum bjóst ég við að þetta myndi gerast. Þetta er bara dásamlegt."


Hallgrímur Mar Steingrímsson, samherji Stubbs, tók sprettinn til Stubbs í leikslok. Það var sýnilegt þakklæti.

„Mér sýndist það. Yfirleitt er hann brjálaður við mig og öskrandi á mig, en ég fékk þakklæti í þetta skiptið," sagði Stubbur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner