Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   lau 21. september 2024 19:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Stubbur fagnar eftir leik.
Stubbur fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bikarmeistari.
Bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ólýsanlegt, ég trúi þessu ekki ennþá," sagði Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - markvörður KA eftir að hann varð bikarmeistari í dag.

„Ég held ég hafi verið stressaðri á bekknum í fyrra, það var í raun ótrúlegt hvað ég var lítið stressaður í aðdraganda leiksins og leið bara vel inn á."

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

KA komst yfir í fyrri hálfleik og Stubbur hefði viljað sjá sína menn bæta við þá forystu fyrr, en það þýðir ekki að spá í því núna. En á 93. mínútu fékk Víkingur færi, Helgi Guðjónsson var að sleppa í gegn og reyndi að setja boltann yfir Stubb sem kom á ferðinni út á móti sóknarmanninum. Stubbur náði að slæma hönd í boltann og sókn Víkings rann út í sandinn.

„Já já, það er bara gamla góða X-ið, handbolta X-ið og krampi í kaupbæti. Þetta var krampi í kálfa, kálfinn er að krampa stundum, maður er orðinn gamall."

Stubbur hefur spilað með flestum liðum á Norðurlandi og framan af ferlinum áttu í besta falli mjög fáir von á því að hann yrði aðalmarkvörður í efstu deild, og hvað þá bikarmeistari.

„Ég bjóst ekki við þessu fyrir 3-4 árum, ekki heldur í fyrra. Maður er bara búinn að leika sér í neðri deildum, eitt ævintýri með Magna í 1. deild. Svo ætlaði maður að vera varamarkvörður hjá sínu félagi og ná að klukka einn leik í efstu deild. Þeir eru orðnir aðeins fleiri, og bikarmeistaratitill. Það verður ekki betra held ég."

„Í mínum villtustu draumum bjóst ég við að þetta myndi gerast. Þetta er bara dásamlegt."


Hallgrímur Mar Steingrímsson, samherji Stubbs, tók sprettinn til Stubbs í leikslok. Það var sýnilegt þakklæti.

„Mér sýndist það. Yfirleitt er hann brjálaður við mig og öskrandi á mig, en ég fékk þakklæti í þetta skiptið," sagði Stubbur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner