Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 21. október 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Æfingu hætt hjá Bayern - Óttast að leikmaður hefði fengið hjartáfall
Niko Kovac, þjálfari Bayern Munchen, flautaði æfingu liðsins af í gær eftir að óttast var að miðjumaðurinn Corentin Tolisso hefði fengið hjartaáfall.

Tolisso og aðrir leikmenn Bayern sem spiluðu ekki í 2-2 jafntefli gegn Augsburg á sunnudaginn tóku æfingu í gær.

Leikmennirnir voru að spila á stuttan völl þegar hinn 25 ára gamli Tolisso settist niður og hélt um hjartað.

Óttast var að Tolisso væri að fá hjartaáfall en svo var þó ekki. Tolisso fann fyrir svima en læknar Bayern gengu úr skugga um að hjarta hans væri í lagi.

Tolisso er franskur landsliðsmaður en hann var í byrjunarliðinu gegn Íslandi á dögunum.
Athugasemdir
banner