Gini Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, er ósáttur við Jordan Pickford markvörð Everton. Varnarmaðurinn öflugi Virgil Van Dijk spilar líklega ekki meira á tímabilinu eftir tæklingu frá Pickford um síðustu helgi.
„Auðvitað erum við svekktir. Það var algjörlega heimskulegt hvernig Pickford for í þetta einvígi að mínu mati," sagði Wijnaldum.
„Ég held að hann hafi ekki viljað slasa Virgil en miðað við hvernig hann fór í tæklinguna þá var honum sama hvað gerðist eftir tæklinguna."
„Við höfum lent mikið í þessu í leikjum gegn Everton. Að mínu mati þá fara þeir of langt í leikjum sem við spilum gegn þeim."
„Við vitum að þetta er nágrannalsagur og allir vilja vinna nágrannaslagi en þeir fóru aðeins yfir strikið."
„Tæklingin hjá Richarlison á Thiago (Alcantara) var einnig ljót tækling. Það var algjörlega óásættanlegt. Það gerir þetta erfiðara að sjá að þeim er ekki refsað."
Athugasemdir