Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 21. nóvember 2019 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Draumur í dós
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur leikið tvo leiki í Bose-mótinu. Blikarnir gerðu jafntefli gegn Val í kvöld eftir að hafa tapað gegn KA í fyrsta leik sínum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við Blikum eftir síðustu leiktíð, ræddi við Fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Val.

„Þessir leikir hafa verið ljómandi fínir. Ég held að við höfum lært mikið af þeim og það er það sem mót sem þetta snýst um, að bæta sig leik frá leik. Það er magt sem við gerðum betra í dag en gegn KA. Ég er þokkalega sáttur," sagði Óskar.

„Þetta er frábær hópur, gott félag og ljúft fólk að vinna hérna. Það eru mjög metnaðarfullir drengir sem skipa leikmannahópinn. Það hefur bara verið eins og draumur í dós," sagði Óskar um fyrstu vikurnar hjá Breiðabliki.

Óskari finnst gott að hafa mót eins og Bose-mótið í byrjun undirbúningstímabilsins.

„Mér finnst það fínt. Það einfaldar málið, þú þarft ekki að finna æfingaleiki. Þetta er ágætis tækifæri að negla á þær áherslur sem við erum að vinna með í hverri æfingaviku, og bæta okkur leik eftir leik."

„Það er ágætt að vera refsað fyrir mistök, að það sé sjáanlegt. Þá getum við tekið þessa leiki, klippt þá í tætlur og lært af þeim. Að því leytinu til eru þeir mjög góðir og lærdómsríkir, bæði fyrir okkur þjálfarana og leikmennina."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner