Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fim 21. nóvember 2019 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Draumur í dós
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur leikið tvo leiki í Bose-mótinu. Blikarnir gerðu jafntefli gegn Val í kvöld eftir að hafa tapað gegn KA í fyrsta leik sínum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við Blikum eftir síðustu leiktíð, ræddi við Fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Val.

„Þessir leikir hafa verið ljómandi fínir. Ég held að við höfum lært mikið af þeim og það er það sem mót sem þetta snýst um, að bæta sig leik frá leik. Það er magt sem við gerðum betra í dag en gegn KA. Ég er þokkalega sáttur," sagði Óskar.

„Þetta er frábær hópur, gott félag og ljúft fólk að vinna hérna. Það eru mjög metnaðarfullir drengir sem skipa leikmannahópinn. Það hefur bara verið eins og draumur í dós," sagði Óskar um fyrstu vikurnar hjá Breiðabliki.

Óskari finnst gott að hafa mót eins og Bose-mótið í byrjun undirbúningstímabilsins.

„Mér finnst það fínt. Það einfaldar málið, þú þarft ekki að finna æfingaleiki. Þetta er ágætis tækifæri að negla á þær áherslur sem við erum að vinna með í hverri æfingaviku, og bæta okkur leik eftir leik."

„Það er ágætt að vera refsað fyrir mistök, að það sé sjáanlegt. Þá getum við tekið þessa leiki, klippt þá í tætlur og lært af þeim. Að því leytinu til eru þeir mjög góðir og lærdómsríkir, bæði fyrir okkur þjálfarana og leikmennina."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir