Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 21. nóvember 2019 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Draumur í dós
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur leikið tvo leiki í Bose-mótinu. Blikarnir gerðu jafntefli gegn Val í kvöld eftir að hafa tapað gegn KA í fyrsta leik sínum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við Blikum eftir síðustu leiktíð, ræddi við Fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Val.

„Þessir leikir hafa verið ljómandi fínir. Ég held að við höfum lært mikið af þeim og það er það sem mót sem þetta snýst um, að bæta sig leik frá leik. Það er magt sem við gerðum betra í dag en gegn KA. Ég er þokkalega sáttur," sagði Óskar.

„Þetta er frábær hópur, gott félag og ljúft fólk að vinna hérna. Það eru mjög metnaðarfullir drengir sem skipa leikmannahópinn. Það hefur bara verið eins og draumur í dós," sagði Óskar um fyrstu vikurnar hjá Breiðabliki.

Óskari finnst gott að hafa mót eins og Bose-mótið í byrjun undirbúningstímabilsins.

„Mér finnst það fínt. Það einfaldar málið, þú þarft ekki að finna æfingaleiki. Þetta er ágætis tækifæri að negla á þær áherslur sem við erum að vinna með í hverri æfingaviku, og bæta okkur leik eftir leik."

„Það er ágætt að vera refsað fyrir mistök, að það sé sjáanlegt. Þá getum við tekið þessa leiki, klippt þá í tætlur og lært af þeim. Að því leytinu til eru þeir mjög góðir og lærdómsríkir, bæði fyrir okkur þjálfarana og leikmennina."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner