Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   sun 21. nóvember 2021 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte trylltist af gleði - „Áttum í miklum vandræðum"
Conte var mjög glaður í leikslok.
Conte var mjög glaður í leikslok.
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham, tók tryllinginn þegar flautað var til leiksloka í leik Spurs og Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Conte fagnaði af mikilli innlifun eftir fyrsta sigur liðsins undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni.

„Við áttum í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Við breyttum hlutum í seinni hálfleik, við vildum spila af sama ákafa og Leeds. Við áttum skilið að vinna miðað við hvernig við spiluðum í seinni hálfleik," sagði Conte.

„Í seinni hálfleik breyttum við stöðunni. Ég skoða tölfræðina og Leeds er besta lið deildarinnar í að hlaupa. Við gerðum hlutina af sama ákafa og þeir í seinni hálfleiknum."

„Við unnum leikinn og áttum skilið að vinna."

Hér að neðan má sjá myndband sem var tekið af Conte þegar flautað var til leiksloka. Skemmtilegar myndir.


Athugasemdir
banner