Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. nóvember 2023 22:05
Brynjar Ingi Erluson
„Ef ég fengi einhverju ráðið þá fengi Özil ekki að koma aftur til Þýskalands“
Mesut Özil
Mesut Özil
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarinn Mario Basler var heldur harðorður í garð Mesut Özil í stuðningsmannaspjalli á Sport1 í Þýskalandi, en hann vill helst meina honum að snúa aftur til Þýskalands.

Özil lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í Rússlandi sem fór fram fyrir fimm árum síðan.

Kerfisbundnir kynþáttafordómar innan þýska fótboltasambandsins og vanvirðing var það sem fékk hann til að taka þessa ákvörðun, en það var þó nokkuð fjaðurfok vegna ljósmyndar sem Özil lét taka af sér og Recyyp Erdogan, forseta Tyrklands.

Á dögunum kom faðir Özil fram í viðtali við BILD og sagði að sonur hans hafi verið notaður og að hann hafi ekki verið samkvæmur sjálfum sér þegar hann lét þessi orð falla um þýska fótboltasambandið.

Mario Basler, sem varð Evrópumeistari með þýska landsliðinu fyrir 27 árum síðan, tók þátt í umræðunni um Özil í sérstöku stuðningsmannaspjalli á Sport1 og lét þar gamminn geisa.

„Þessi brottför sem hann undirbjó sig svo vel fyrir var ótrúlega vond. Ef ég fengi einhverju ráðið þá myndi ég ekki hleypa honum aftur inn í Þýskaland. Hann fullyrðir að hann hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hjá þýska fótboltasambandinu. Mér finnst það langsótt og í raun alger skömm,“ sagði Basler.

„Þessi mynd skaðaði Özil, en ég hef aldrei fundið til með honum. Jújú, við unnum HM, en ekki þökk sé honum þó hann hafi vissulega verið á staðnum. Hann var leikmaður með ótrúlega hæfileika, en fyrir mína parta þá var verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner