Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 22. janúar 2020 16:45
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Barnsley féll á lyfjaprófi
Bambo Diaby, varnarmaður Barnsley, féll á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Balckburn í nóvember. The Mirror greinir frá.

Hinn 22 ára gamli Diaby hefur lýst því yfir við liðsfélaga sína að hann sé saklaus og ætli að hreinsa nafn sitt af þessu másökunum.

Gerhard Struber, stjóri Barnsley, greindi leikmönnum Barnsley frá þessu á liðsfundi í síðustu viku en Diaby spilaði ekki gegn Bristol City um síðustu helgi.

Ekki er búið að dæma í máli Diaby en hann gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára keppnisbann.
Athugasemdir
banner