Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. febrúar 2024 22:13
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa: Galatasaray datt út í Prag - Naumt í Frankfurt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Síðustu leikjunum er að ljúka í 24-liða úrslitum í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni. Af síðustu átta leikjum kvöldsins hefur einum leik verið framlengt, þar sem Roma og Feyenoord eigast við í Evrópudeildinni.

Marseille, Sparta Prag og Sporting tryggðu sig áfram í Evrópudeildinni, þar sem Sparta Prag sendi tyrkneska stórveldið Galatasaray heim þrátt fyrir tap í fyrri leiknum.

Sparta vann í kvöld eftir að Kaan Ayhan fékk beint rautt á 70. mínútu og skildi Tyrkina eftir leikmanni færri í stöðunni 1-1. Galatasaray var þá 4-3 yfir í heildina eftir sigur í fyrri leiknum, en sú forysta lifði ekki lengi.

Það leið ekki á löngu þar til Indrit Tuci og Lukas Haraslin sneru leiknum við fyrir heimamenn í Prag og sigruðu að lokum stjörnum prýtt lið Galatasaray. Lokatölur í Prag urðu 4-1, óvænt niðurstaða eftir að Tyrkirnir höfðu slegið Manchester United úr leik í riðlakeppninni.

Davinson Sanchez, Lucas Torreira, Dries Mertens og Mauro Icardi voru meðal byrjunarliðsmanna Galatasaray og komu Wilfried Zaha, Carlos Vinicius, Tete og Sergio Oliveira allir inn af bekknum í tapinu. Þeim tókst þó ekki að hafa betur gegn Sparta, sem vann samanlagðan 6-4 sigur.

Pierre-Emerick Aubameyang, Ismaila Sarr og Geoffrey Kondogbia skoruðu þá mörkin er Marseille sló úkraínska stórveldið Shakhtar Donetsk úr leik, eftir að Georgiy Sudakov hafði tekið forystuna fyrir gestina snemma leiks.

Marseille var sterkari aðilinn yfir heildina en Shakhtar fékk góð færi sem fóru forgörðum.

Viktor Gyökeres skoraði og klúðraði svo vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Sporting CP gegn Young Boys, en Portúgalirnir fara þægilega áfram eftir sigur í fyrri leiknum í Sviss.

Í Sambandsdeildinni tapaði Eintracht Frankfurt heimaleik gegn Royale Union Saint-Gilloise frá Belgíu en komst áfram í næstu umferð þökk sé marki undir lokin og góðum sigri í fyrri leiknum.

Belgarnir leiddu 0-2 og stefndi leikurinn framlengingu þar til Junior Dina Ebimbe minnkaði muninn á 88. mínútu og nægði það til að koma Frankfurt áfram í næstu umferð.

Norska félagið Molde er einnig komið áfram eftir frábæran sigur í Varsjá þar sem Fredrik Gulbrandsen skoraði tvennu í 0-3 sigri. Gulbrandsen skoraði einnig tvennu í fyrri viðureign liðanna þegar Molde vann 3-2 á heimavelli.

Olympiakos lagði þá Ferencvaros að velli með naumum sigrum heima og úti á meðan Sturm Graz lenti ekki í vandræðum gegn Slovan Bratislava.

Sparta Prag 4 - 1 Galatasaray (6-4)
1-0 Angelo Preciado ('8 )
1-1 Abdulkerim Bardakci ('16 )
2-1 Indrit Tuci ('74 )
3-1 Lukas Haraslin ('80 )
4-1 Jan Kuchta ('90 )
Rautt spjald: Kaan Ayhan, Galatasaray ('70)

Marseille 3 - 1 Shakhtar Donetsk (5-3)
0-1 Georgiy Sudakov ('12 , víti)
1-1 Pierre Emerick Aubameyang ('23 )
2-1 Ismaila Sarr ('74 )
3-1 Geoffrey Kondogbia ('81 )

Sporting 1 - 1 Young Boys (4-2)
1-0 Viktor Gyokeres ('13 )
1-0 Viktor Gyokeres ('57 , Misnotað víti)
1-1 Silvere Ganvoula ('84 , víti)

Legia Varsjá 0 - 3 Molde (2-6)
0-1 Fredrik Gulbrandsen ('2 )
0-2 Eirik Hestad ('20 )
0-3 Fredrik Gulbrandsen ('67 )

Eintracht Frankfurt 1 - 2 St. Gilloise (3-2)
0-1 Cameron Puertas Castro ('47 )
0-2 Dennis Eckert Ayensa ('80 )
1-2 Eric Ebimbe ('88 )

Ferencvaros 0 - 1 Olympiakos (0-2)
0-1 Ayoub El Kaabi ('45 , víti)

Slovan Bratislava 0 - 1 Sturm Graz (1-5)
0-1 Mika Biereth ('52 )
Rautt spjald: Cesar Blackman, Slovan ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner