,,Mér fannst þetta var ágætis leikur," sagði Davíð Þór Viðarsson eftir 1-1 jafntefli FH og Keflavíkur í kvöld.
Talsverður hiti var í leiknum en bæði Pétur Viðarsson og Einar Orri Einarsson voru reknir af velli.
,,Mér fannst þetta vera soft seinna spjald á Pétur. Þetta var soft líka hjá Einari Orra, það var 50/50. Mér fannst Villi annars dæma þetta vel en stundum eru vafaatriði í þessu."
Eftir leik var leikmönnum ennþá heitt í hamsi. ,,Það voru einhverjar stimpingar. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi. Það eru skapmenn í báðum liðum en ég held að þetta sé ekkert alvarlegt. Menn eru búnir að jafna sig á þessu," sagði Davíð sem var sjálfur í hitanum.
,,Ég fór aðeins að kynda í mönnum og æsa í mannskapnum, það tókst," sagði Davíð léttur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























