Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   sun 22. maí 2016 22:30
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Davíð Kristján gríðarlega öflugur
Davíð Kristján Ólafsson.
Davíð Kristján Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann mikilvægan sigur gegn KR í kvöld. Eftir svekkjandi tap gegn Þrótti í síðustu umferð komu Blikar til baka og unnu sigur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KR

„Nú eru búnar fimm umferðir. Í þeim leikjum sem við höfum ekki fengið stig finnst mér við mest hafa átt skilið að fá stig. Í dag horfir maður ekki á þessa hluti. Öll stig eru velkomin," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.

„Ég held að þetta hafi ekki verið óverðskuldað. Við vissum fyrirfram að þetta yrði barningur og læti. Völlurinn býður ekki upp á mikið. Ég er gríðarlega feginn að vera kominn með stigin."

Davíð Kristján Ólafsson spilaði í bakverðinum í dag. Hann er að upplagi kantmaður en lék mjög vel sem vinstri bakvörður og lagði upp eina mark leiksins.

„Frábær móttaka og frábær kross. Davíð Kristján kom gríðarlega sterkur inn og ég er mjög ánægður með það. Hvernig hann kom inn í hlutverkið, gríðarlega grimmur. Mér fannst hann vera yfir gegn Óskari allan tímann."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner