Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. maí 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framkvæmdastjóri Leeds: Þjóðarskömm ef tímabilið klárast ekki
Leeds er á toppi Championship-deildarinnar.
Leeds er á toppi Championship-deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Angus Kinnear, framkvæmdastjóri Leeds, kallar eftir því að tímabilið verði klárað í ensku úrvalsdeildinni og Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.

Kinnear gengur svo langt að lýsa því sem þjóðarskömm ef ekki verður hægt að klára tímabilið.

Þýska úrvalsdeildin er byrjuð aftur og Kinnear segir það mikilvægt að tvær efstu deildir Englands fari sömu leið. Stefnt er á að hefja ensku úrvalsdeildina og Championship-deildina í næsta mánuði.

„England á nokkra af bestu íþróttavísindamönnum og knattspyrnustjórnendum í heimi og það er kominn tími á að fara að vinna í lausnum," skrifaði Kinnear í Yorkshire Evening Post.

„Það væri þjóðarskömm fyrir okkur ef Bundesligan, La Liga og Sería A geta klárað sín tímabil á öruggan máta, en á sama tíma myndu stærsta og fimmta stærsta deild í heimi ekki klára sín tímabil."

Leeds er á toppi Championship-deildarinnar og á barmi þess að komast aftur upp í úrvalsdeild í fyrsta sinn í 16 ár. Ef að ekki verður hægt að klára tímabilið í Championship-deildinni þá mun lokaniðurstaðan ráðast af meðaltali stiga og Leeds myndi vinna deildina. Leeds myndi þá fara upp með West Brom eins og segir í grein BBC. Leedsarar vilja samt sem áður klára tímabilið.

Ekkert hefur verið staðfest með það hvort að lið muni falla úr ensku úrvalsdeildinni ef að tímabilið klárast ekki þar, en eins og áður kemur fram þá er stefnt á að byrja tímabilið aftur í næsta mánuði í ensku úrvalsdeildinni og Championship-deildinni á bak við luktar dyr.

Athugasemdir
banner
banner