Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 22. maí 2022 23:11
Ingi Snær Karlsson
Arnar Gunnlaugs: Menn eru ekkert alveg að drepast úr sjálfstrausti þessa dagana
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst hann ekki gæðamikill ef ég á að segja alveg eins og er. Það var mikið barist og mikil læti. Fyrstu tuttugu mínúturnar komu Valsmenn framar á völlinn og pressuðu vel á okkur en um leið og tuttugu mínútur liðu þá náum við góðum tökum á leiknum." sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 3-1 sigur á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst við fara illa með góðar leikstöður í fyrri hálfleik og sagði við strákana í hálfleik ef við fengjum aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungi þá yrði, ég ætla ekki segja þá yrði þetta auðveldur leikur en þá myndum við skora mörk. Þannig gæðin voru aðeins meiri í seinni hálfleik og flottur sigur, með gott control á leiknum en mér fannst vanta gæði í bæði lið. Það kannski endurspeglast í því að menn eru ekkert alveg að drepast úr sjálfstrausti þessa dagana. Bæði lið ætluðu sér mikið og bæði lið hafa byrjað illa."

Þetta gerir mikið fyrir sjálfstraustið.

„Já klárlega, þetta er alveg magnað fyrirbæri þetta sjálfstraust. Það er korter síðan að við vorum að eiga stórleik í Meistarar meistaranna á móti Breiðabliki og korteri seinna eru þeir búnir að vinna alla leikina og við að ströggla."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner