Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. maí 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI - 15:00 Lokaumferðin í enska boltanum
Mynd: Getty Images
Verður það Manchester City eða verður það Liverpool sem stendur uppi sem Englandsmeistari? Nær Tottenham að innsigla Meistaradeildarsætið? Hvort verður það Burnley eða Leeds sem fellur niður í Championship-deildina?

Þetta eru stærstu spurningarnar fyrir lokadag ensku úrvalsdeildarinnar en allir leikirnir eru spilaðir klukkan 15 og Fótbolti.net fylgist með í beinni textalýsingu.

Búið ykkur undir sveiflur og dramatík. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ekki er staðfest fyrir lokaumferð hverjir verða meistarar, hverjir enda í topp fjórum og hvaða lið falla.
17:04


Eyða Breyta
17:03
Takk fyrir samfylgdina!

Við óskum stuðningsmönnum Man City, Tottenham og Leeds sérstaklega til hamingju með niðurstöðu dagsins! Ívan og Jóhann eru á fréttavaktinni á Fótbolta.net og setja inn allt það helsta eftir þennan rosalega lokadag!

Eyða Breyta
17:02



Eyða Breyta
17:01



Eyða Breyta
17:00
LOKATÖLUR:
Brentford - Leeds 1-2 (Leeds bjargar sér)
Arsenal - Everton 5-1 (Arsenal endar í fimmta sæti og kemst ekki í Meistaradeildina)
Man City - Aston Villa 3-2 (City vann deildina)
Liverpool - Wolves 3-1 (Draumurinn um fernuna er úti hjá Liverpool)
Leicester - Southampton 4-1
Crystal Palace - Man Utd 1-0 (Man Utd í Evrópudeildina)
Chelsea - Watford 2-1
Burnley - Newcastle 0-1 (Burnley fallið)
Brighton - West Ham 3-1 (West Ham í Sambandsdeildina)
Norwich - Tottenham 0-5 (Tottenham innsiglaði fjórða sætið, Meistaradeildarsætið)

Eyða Breyta
16:57
BURNLEY ER FALLIÐ (STAÐFEST)

Eyða Breyta
16:56
Brentford 1-2 Leeds
JACK HARRISON AÐ SKORA Í UPPBÓTARTÍMA!

LEEDS VERÐUR ÁFRAM Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI! BURNLEY FELLUR!

Eyða Breyta
16:55
LEIK LOKIÐ!!!!! MANCHESTER CITY ER ENGLANDSMEISTARI (STAÐFEST)

ROSALEG DRAMATÍK á þessum lokadegi en Manchester City kláraði þetta eftir að hafa lent 0-2 undir. Guardiola er að tárast.

Eyða Breyta
16:54
Vá þessi lokadagur. 94 mínútur á klukkunni í Manchester.

Eyða Breyta
16:53
Leicester 4-1 Southampton
Perez með fjórða mark Leicester. Hans annað mark.

Eyða Breyta
16:51
Ederson markvörður Man City er kominn niður í grasið og þarf aðhlynningu. City er búið með skiptingarnar sínar.

Eyða Breyta
16:50
Liverpool 3-1 Wolves
Andy Robertson að skora þriðja mark Liverpool.

Liverpool vonast eftir jöfnunarmarki frá Aston Villa!

Eyða Breyta
16:50
Man City að krækja í sinn fjórða Englandsmeistaratitil á fimm árum. 90 mínútur liðnar og uppbótartími á Etihad. Fjórar mínútur í uppbótartíma.

Eyða Breyta
16:49


Guardiola að fagna þriðja marki Man City.

Eyða Breyta
16:48
Man City 3-2 Aston Villa (88 mín)
Aston Villa á markspyrnu. Ashley Young að koma inn hjá Aston Villa af bekknum.

Eyða Breyta
16:47
Chelsea 2-1 Watford
Barkley að skora sigurmark í uppbótartíma.

Eyða Breyta
16:46
Man City 3-2 Aston Villa
Við skulum vera með leik Man City og Aston Villa í forgrunni hér á lokamínútunum. 86 mínútur á klukkunni. Liverpool þarf á marki að halda frá Aston Villa.

Eyða Breyta
16:45
LIVERPOOL 2-1 WOLVES
Mo Salah nær að koma boltanum yfir línuna. 84 mín á klukkunni.

Eyða Breyta
16:44
LIVERPOOL AÐ KOMAST YFIR!

Eyða Breyta
16:44
Chelsea 1-1 Watford
Dan Gosling jafnar á 87. mínútu.

Eyða Breyta
16:43
Brentford 1-1 Leeds
Sergi Canos leikmaður Brentford að fá rautt spjald.

Eyða Breyta
16:43
Arsenal 5-1 Everton
Ödegaard að skora fimmta mark Arsenal.

Eyða Breyta
16:41
MANCHESTER CITY 3-2 ASTON VILLA
3-2 Gundogan að koma City yfir eftir sendingu frá Kevin De Bruyne!!!!!

Þetta er rosaaaaalegt! Þvílík innkoma hjá Gundogan.

Eyða Breyta
16:41
GUNDOGAN ER AÐ SKOOOOORAAAAAAAAA

Eyða Breyta
16:40
TÍU MÍNÚTUR EFTIR! SPENNAN ER ÓBÆRILEG!

Eyða Breyta
16:40
Brentford 1-1 Leeds
Sergi Canos að skora!

Leeds má ekki tapa þessum leik!

Þeir eru uppi sem stendur en vá þetta er tæpt. Rosa spenna á toppi og botni deildarinnar.

Eyða Breyta
16:39
Man City 2-2 Aston Villa
Rodri jafnar á 78. mínútu.

Eyða Breyta
16:38
CITY ER BÚIÐ AÐ JAFNA!!!

Eyða Breyta
16:38
Brighton 2-1 West Ham

Gross að koma Brighton yfir. Hamrarnir á leið í Sambandsdeildina.

Eyða Breyta
16:37
Leicester 3-1 Southampton
Ayoze Perez skorar fyrir Leicester.

Eyða Breyta
16:37
Man City 1-2 Aston Villa
Gundogan minnkar muninn. City þarf tvö mörk ef Liverpool nær að vinna Wolves.

Eyða Breyta
16:35
Liverpool 1-1 Wolves
75 mínútur á klukkunni. Finnur Liverpool markið sem þeir þurfa?

Eyða Breyta
16:35
Leicester 2-1 Southampton
Ward-Prowse minnkar muninn af vítapunktinum.

Eyða Breyta
16:35
Hwang með skalla framhjá. Úlfarnir eru alveg að fá færi.

Eyða Breyta
16:33
Norwich 0-5 Tottenham
Son að skora sitt annað mark og fimmta mark Spurs. Norwich að kveðja úrvalsdeildina með útreið.

Eyða Breyta
16:33



Eyða Breyta
16:33
Leicester 2-0 Southampton
Jamie Vardy að skora á 74. mínútu.

Eyða Breyta
16:32
Burnley 1-2 Newcastle
1-2 Maxwel Cornet að minnka muninn. Von Burnley lifir en liðið er á leið niður.

Eyða Breyta
16:31
Firmino kominn inn fyrir Keita.

LIVERPOOL ÞARF MARK! 20 mínútur til stefnu.

Eyða Breyta
16:30
Manchester City 0-2 Aston Villa
City er í molum. Philippe Coutinho, auðvitað hann!, kláraði frábærlega. 20 mínútur eftir!

Eyða Breyta
16:29
ASTON VILLA VAR AÐ SKORA AFTUR!!!

Eyða Breyta
16:29
Willy Boly með rosalega mikilvæga tæklingu þegar Liverpool var að komast í hörkufæri.

Eyða Breyta
16:29
Norwich 0-4 Tottenham
Son að skora fjórða mark Spurs.

Eyða Breyta
16:27
Man City fær aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt fyrir utan vítateig. Brotið á Rodri...

De Bruyne með skotið en framhjá.

Eyða Breyta
16:26
Taugarnar þandar



Eyða Breyta
16:25
Liverpool 1-1 Wolves
Trent með góða skottilraun en varið frá honum.

Eyða Breyta
16:24
Man City 0-1 Aston Villa
Gundogan að koma af bekknum hjá City.

Eyða Breyta
16:23



Eyða Breyta
16:23
Norwich 0-3 Tottenham
0-3 Kulusevski að skora sitt annað mark og óhætt að setja (STAÐFEST) við það að Tottenham fer í Meistaradeildina.

Eyða Breyta
16:21
Burnley 0-2 Newcastle
0-2 Wilson kominn með tvö mörk ('60)

Burnley er á niðurleið!

Eyða Breyta
16:20
Crystal Palace 1-0 Man Utd
Hannibal Mejbri nálægt því að jafna en skot hans varið.

Eyða Breyta
16:19
Jota sem fer af velli fyrir Salah, egypska kónginn.

Eyða Breyta
16:18
Arsenal 4-1 Everton
4-1 Gabriel ('59)

Eyða Breyta
16:18
Liverpool þarf mark og Salah er að koma inn af bekknum.

Eyða Breyta
16:17
Brentford 0-1 Leeds
0-1 Raphinha (víti '56)

Burnley enn að tapa fyrir Newcastle og Leeds er að halda sér eins og staðan er núna.

Eyða Breyta
16:17



Eyða Breyta
16:16
Arsenal 3-1 Everton
3-1 Cedric Soares ('56)

Tottenham enn 2-0 yfir gegn Norwich og á leið í Meistaradeildina.

Eyða Breyta
16:15
Spennan er rosaleg. Enn er staðan 1-1 hjá Liverpool og Wolves og Villa er marki yfir gegn Man City. Um tíu mínútur liðnar af seinni hálfleik.



Eyða Breyta
16:12



Eyða Breyta
16:11
SADIO MANE!!!!... nei það er flögguð rangstaða. Liverpool skoraði en markið telur ekki. Endursýningar sýna að þetta var réttur dómur. Mane var fyrir innan.

Eyða Breyta
16:10
Brighton 1-1 West Ham
1-1 Joel Veltman ('50)

Manchester United komið aftur upp í sjötta sætið, Evrópudeildarsætið. Hamrarnir í Sambandsdeildarsætinu.

Eyða Breyta
16:09
Þetta Everton mark fór framhjá mér áðan...

Arsenal 2-1 Everton
2-1 D. Van De Beek skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og minnkaði muninn.

Eyða Breyta
16:07
Leicester 1-0 Southampton
1-0 James Maddieson heldur áfram á flugi ('50)

Eyða Breyta
16:06
Og leikurinn á Anfield er líka farinn aftur af stað.

Eyða Breyta
16:06
Seinni hálfleikurinn í leik Man City og Aston Villa er farinn af stað.

Eyða Breyta
16:05
Skipting hjá Liverpool. James Milner kemur inn fyrir Thiago sem er meiddur. John Ruddy er kominn í mark Wolves vegna meiðsla Jose Sa.

Eyða Breyta
16:04
Zinchenko kemur inn fyrir Fernandinho hjá Man City í hálfleik.

Eyða Breyta
15:57



Eyða Breyta
15:56



Eyða Breyta
15:56
Endilega verið með okkur á Twitter í gegnum kassamerkið #Fotboltinet




Eyða Breyta
15:54
Staðan í hálfleik. Vá.



Eyða Breyta
15:52
Það er ekki eðlileg spenna í þessu! Hér er Matty Cash að fagna marki sínu gegn Manchester City.




Eyða Breyta
15:50
Hálfleikstölur:
Brentford - Leeds 0-0 (Leeds að bjarga sér)
Arsenal - Everton 2-0 (Arsenal að enda í fimmta sæti)
Man City - Aston Villa 0-1 (City á toppnum á markatölu)
Liverpool - Wolves 1-1 (Liverpool í öðru sæti sem stendur)
Leicester - Southampton 0-0
Crystal Palace - Man Utd 1-0 (ManU á leið í Sambandsdeildina)
Chelsea - Watford 1-0
Burnley - Newcastle 0-1 (Burnley að falla)
Brighton - West Ham 0-1 (West Ham á leið í Evrópudeildina)
Norwich - Tottenham 0-2 (Tottenham að innsigla fjórða sætið, Meistaradeildarsætið)

Eyða Breyta
15:47
Er að detta í hálfleik á öllum völlum og við förum yfir stöðuna í öllum leikjum.

Eyða Breyta
15:45
Pedro Neto, markaskorari Wolves, fór meiddur af velli áðan og nú þarf markvörðurinn Jose Sa aðhlynningu.

Eyða Breyta
15:44
Villa gæti verið búið að skora annað mark!



Eyða Breyta
15:43
Burnley 0-1 Newcastle
Burnley átti sína fyrstu tilraun á rammann á 39. mínútu.

Eyða Breyta
15:41
Brighton 0-1 West Ham
0-1 Antonio ('40)

West Ham er í sjötta sætinu og eins og staðan er núna er Manchester United á leið í Sambandsdeildina!

Eyða Breyta
15:40
Crystal Palace 1-0 Manchester United
1-0 Zaha ('37)

Eyða Breyta
15:40



Eyða Breyta
15:39
Eins og staðan er akkúrat núna er City á toppnum á betri markatölu!!

City 0-1 Aston illa
Liverpool 1-1 Wolves

Eyða Breyta
15:37
Manchester City 0-1 Aston Villa
0-1 Matty Cash ('38)

ÞAÐ ER ALDEILIS!!! Villa er komið yfir á Etihad. Matty Cash sem skoraði eftir sendingu Lucas Digne!

Eyða Breyta
15:37



Eyða Breyta
15:36

Mane fagnar jöfnunarmarkinu gegn Wolves. Liverpool 1-1 Wolves er staðan.

Eyða Breyta
15:34



Eyða Breyta
15:32
Arsenal 2-0 Everton
2-0 Eddie Nketiah ('31)

Arsenal er gírnum en því miður fyrir þá eru Tottenham menn líka í stuði.

Eyða Breyta
15:32
Norwich 0-2 Tottenham
0-2 Harry Kane ('32)

Eyða Breyta
15:31
Crystal Palace 0-0 Man Utd
David de Gea hefur haft meira að gera en kollegi hans í marki Palace.

Eyða Breyta
15:28
Arsenal 1-0 Everton
1-0 Gabriel Martinelli (víti '27)

Þetta hefur lítið að segja eins og staðan er þar sem Tottenham, sem þarf eitt stig til að tryggja Meistaradeildarsætið, er yfir gegn Norwich.

Eyða Breyta
15:28
Liverpool að hóta öðru marki. Andy Robertson skaut yfir eftir góða sókn.

Eyða Breyta
15:25
Eins og staðan er núna er Man City í efsta sætinu (0-0 er staðan gegn Villa), Tottenham að innsigla Meistaradeildarsætið og Burnley er á leið niður.

Eyða Breyta
15:23
Liverpool 1-1 Wolves
1-1 Sadio Mane ('24)

Liverpool hefur jafnað gegn Úlfunum! Thiago með geggjaða stoðsendingu á Mane.

Eyða Breyta
15:23
Brighton 0-0 West Ham
Tíðindalítið á suðurströndinni og lítið um færi hingað til.

Eyða Breyta
15:21
Burnley 0-1 Newcastle
0-1 Callum Wilson (víti '20)

Á sama tíma skoraði Leeds mark sem VAR dæmt af vegna rangstöðu! Leeds (sem er að gera 0-0 jafntefli við Brentford) þarf að ná betri úrslitum en Burnley svo eins og staðan er akkúrat núna þá er Burnley á leiðinni niður!

Eyða Breyta
15:21
RISAFRÉTTIR AÐ BERAST ÚR FALLBARÁTTUNNI!!!

Eyða Breyta
15:19


Fyrir leik Palace og Manchester United var staðfest að Edinson Cavani er að spila kveðjuleik sinn fyrir United í dag.

Eyða Breyta
15:18
Skyndisóknir Úlfanna eru stórhættulegar og Dendoncker var nálægt því að koma þeim í tveggja marka forystu gegn Liverpool!

Eyða Breyta
15:16
Norwich 0-1 Tottenham
0-1 Kulusevski ('16)

Spurs með risamark. Jafntefli dugar þeim til að tryggja sér Meistaradeildarsæti, fjórða sæti deildarinnar.

Eyða Breyta
15:14
Ten Hag er á leik Palace og Man Utd.



Eyða Breyta
15:13
Liverpool 0-1 Wolves
Talsverður sóknarþungi í gangi hjá Liverpool sem er í leit að jöfnunarmarki.

Eyða Breyta
15:12
Chelsea 1-0 Watford
1-0 Kai Havertz ('11)

Chelsea er búið að innsigla þriðja sætið og Watford er fallið svo þessi leikur í dag hefur litla þýðingu.

Eyða Breyta
15:12
Man City 0-0 Aston Villa
Gabriel Jesus komst nálægt því að skora áðan en staðan er enn markalaus í Manchester.

Eyða Breyta
15:10


Þrír reynsluboltar dæma í síðasta sinn í lokaumferðinni en þeir eru að leggja flauturnar á hilluna. Það eru Mike Dean, Martin Atkinson og Jon Moss.

Dean hefur gefið fleiri rauð spjöld en nokkur annar í sögu deildarinnar, 114 talsins, og fær tækifæri til að gefa sitt síðasta rauða spjald þegar Chelsea mætir Watford.

Martin Atkinson dæmir leik Crystal Palace og Manchester United og Moss dæmir viðureign Southampton og Leicester.

Eyða Breyta
15:09

Pedro Neto fagnar marki sínu.

Eyða Breyta
15:07
Ef fólk er að leita að Man Utd leiknum.




Eyða Breyta
15:06


Eyða Breyta
15:05
Joel Matip skallar framhjá eftir sendingu frá Luis Díaz.

Eyða Breyta
15:02
LIVERPOOL 0-1 WOLVES
Pedro Neto ('3)

ÞVÍLÍK BYRJUN! ÚLFARNIR KOMNIR YFIR! Raul Jimenez með stoðsendinguna. Byrjaði allt á langri sendingu frá Jose Sa markverði Wolves. Arfadapur varnarleikur Liverpool og Konate með slæm mistök.

Eyða Breyta
15:00
VEISLAN ER HAFIN! Allir leikirnir tíu í lokaumferðinni hafa verið flautaðir á.

Eyða Breyta
14:57



Eyða Breyta
14:56
Jæja nú jæja! Leikmennirnir eru mættir í göngin og ég ætla að hella í kaffibolla áður en átökin hefjast. Góða skemmtun!

Eyða Breyta
14:53


Ólánið eltir Patrick Bamford. Ástæðan fyrir því að hann er ekki með Leeds í dag er að hann smitaðist af Covid-19 veirunni og er veikur.

Eyða Breyta
14:49


Jurgen Klopp, hinn eini sanni.

Eyða Breyta
14:47


Pep Guardiola gengur eftir bláa dreglinum.

Eyða Breyta
14:46


Það er líka stuð í Manchester!

Eyða Breyta
14:45


Mynd sem við vorum að fá frá Liverpoolborg. Stuðningsmenn Liverpool trúa.

Eyða Breyta
14:43


Það var opinberað í gær að Phil Foden leikmaður Manchester City hafi verið valinn ungi leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagi hans hjá City, Kevin De Bruyne hefur verið valinn leikmaður ársins af EA Sports.

Hann er sá fjórði í sögunni til að vinna þessi verðlaun oftar en einu sinni en hann vann þessi verðlaun tímabilið 2019/20. Hinir þrír eru þeir Thierry Henry, Cristiano Ronaldo og Nemanja Vidic.

City getur tryggt sér enska titilinn í dag í lokaumferðinni þegar liðið mætir Aston Villa. De Bruyne hefur skorað 15 mörk og lagt upp sjö í aðeins 29 leikjum.

Hann hafði betur í baráttunni gegn Trent Alexander-Arnold, Jarrod Bowen, Joao Cancelo, Bukayo Saka, Mohamed Salah, Son Heung-min og James Ward-Prowse.

Eyða Breyta
14:40


Eyða Breyta
14:39
Áður en lengra er haldið... rifjum upp leiki dagsins.

Leikir dagsins:
15:00 Brentford - Leeds
15:00 Arsenal - Everton
15:00 Man City - Aston Villa
15:00 Liverpool - Wolves
15:00 Leicester - Southampton
15:00 Crystal Palace - Man Utd
15:00 Chelsea - Watford
15:00 Burnley - Newcastle
15:00 Brighton - West Ham
15:00 Norwich - Tottenham

Eyða Breyta
14:38
Síminn Sport sýnir leikina í beinni að vanda en hægt verður að horfa á titilbaráttuna í opnu streymi á heimasíðu Domino's.

Eyða Breyta
14:38



Eyða Breyta
14:36
BYRJUNARLIÐ MAN CITY OG ASTON VILLA
Pep Guardiola gerir tvær breytingar frá liðinu sem byrjaði jafnteflið gegn West Ham. John Stones og Phil Foden koma inn fyrir Oleksandr Zinchenko og Jack Grealish.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Cancelo, Stones, Laporte, Fernandinho, Rodri, De Bruyne, Silva, Mahrez, Jesus, Foden.

(Varamenn: Carson, Ake, Walker, Sterling, Gundogan, Grealish, Zinchenko, Palmer, McAtee)

Robin Olsen er í markinu hjá Villa þar sem Emiliano Martínez er meiddur á hné og Philippe Coutinho kemur inn í byrjunarliðið í stað Carney Chukwuemeka.

Byrjunarlið Aston Villa: Olsen, Cash, Chambers, Mings, Digne, Ramsey, Luiz, McGinn, Buendia, Watkins, Coutinho.

Eyða Breyta
14:34
BYRJUNARLIÐ LIVERPOOL OG WOLVES
Mohamed Salah og Virgil van Dijk eru á bekknum hjá Liverpool en Sadio Mane snýr aftur í byrjunarliðið. Það eru sjö breytingar á Liverpool frá sigrinum gegn Southampton. Mane, Thiago, Naby Keita, Jordan Henderson, Luis Díaz, Andrew Robertson og Trent Alexander-Arnold koma inn.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Konate, Robertson, Keita, Henderson, Thiago, Jota, Mane, Diaz.

(Varamenn: Van Dijk, Milner, Firmino, Salah, Jones, Minamino, Tsimikas, Kelleher, Elliott)

Jose Sa snýr aftur í markið hjá Wolves.

Byrjunarlið Wolves: Jose Sa, Boly, Coady, Gomes, Jonny, Dendoncker, Neves, Joao Moutinho, Ait Nouri, Pedro Neto, Jimenez.

Eyða Breyta
14:31


Eyða Breyta
14:31


Eyða Breyta
14:29
Arsenal fær Everton í heimsókn
Mikel Arteta gerir þrjár breytingar frá liðinu sem tapaði gegn Newcastle. Takehiro Tomiyasu er meiddur og Cedric Soares kemur inn í hans stað. Rob Holding kemur inn fyrir Ben White og Gabriel Martinelli byrjar í stað Emile Smith Rowe. Granit Xhaka heldur sæti sínu en hann gagnrýndi liðsfélaga sína harkalega eftir síðasta leik.

Byrjunarið Arsenal: Ramsdale, Soares, Holding, Gabriel, Tavares, Elneny, Xhaka, Saka, Odegaard, Martinelli, Nketiah

(Varamenn: Leno, White, Lacazette, Smith Rowe, Pépé, Lokonga, Oulad M'hand, Swanson, Patino)

Eyða Breyta
14:27
Harry Kane byrjar hjá Tottenham
Sóknarmaðurinn Harry Kane var veikur í liðinni viku en byrjar fyrir Tottenham sem heimsækir Norwich. Antonio Conte gerir bara eina breytingu frá sigrinum gegn Burnley en Dejan Kulusevski kemur inn fyrir Lucas Moura.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Sanchez, Dier, Davies, Royal, Bentancur, Höjbjerg, Sessegnon, Kulusevski, Son, Kane.

Eyða Breyta
14:25
Sama lið hjá Moyes
David Moyes stjóri West Ham er með sama byrjunarlið gegn Brighton og náði stigi gegn Manchester City. Mark Noble, sem leggur skóna á hilluna eftir leikinn í dag, byrjar á bekknum.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Coufal, Zouma, Dawson, Cresswell, Soucek, Rice, Fornals, Lanzini, Bowen, Antonio.

(Varamenn: Areola, Randolph, Yarmolenko, Noble, Fredericks, Masuaku, Johnson, Kral, Okoflex)

Eyða Breyta
14:23
Engin breyting hjá Burnley
Burnley er óbreytt frá 1-1 jafntefli gegn Aston Villa. Jay Rodriguez er enn fjarverandi vegna meiðsla. Burnley mætir Newcastle.

Byrjunarlið Burnley: Pope, Taylor, Tarkowski, Collins, Long, Cork, Roberts, McNeil, Brownhill, Barnes, Cornet.

Eyða Breyta
14:22
Óvænt nafn í byrjunarliði Leeds
Hinn tvítugi Sam Greenwood byrjar hjá Leeds, sóknarmaður sem er að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í dag. Leeds heimsækir Brentford. Patrick Bamford er ekki heill og er utan hóps.

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Koch, Llorente, Cooper, Firpo, Phillips, Raphinha, Rodrigo, Harrison, Gelhardt, Greenwood

(Varamenn: Klaesson, Roberts, Struijk, Bate, Hjelde, Cresswell, Klich, Shackleton, Gray)

Eyða Breyta
14:19
Cristiano Ronaldo ekki í hóp hjá Man Utd:
Edinson Cavani og Hannibal Mejbri eru báðir í byrjunarliði United sem mætir Crystal Palace. Harry Maguire og Fred koma einnig inn. Cristiano Ronaldo er ekki í hópnum og þá vantar einnig Raphael Varane, Nemanja Matic og Juan Mata.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Dalot, Lindelöf, Maguire, Telles, McTominay, Fred, Elanga, Mejbri, Fernandes, Cavani.

Eyða Breyta
14:16



Eyða Breyta
14:15


Eyða Breyta
14:14
Beinum sjónum okkar að byrjunarliðunum
Lokaumferðin í enska boltanum hefst kl 15. Það er gríðarleg spenna á öllum vígstöðum, Manchester City og Liverpool berjast um titilinn, Arsenal og Tottenham um Meistaradeildarsæti og Burnley og Leeds um að halda sæti sínu í deildinni.

Liverpool fær Wolves í heimsókn en Virgil van Dijk og Mohamed Salah eru ekki búnir að ná sér af meiðslum en eru báðir á bekknum í dag. Þrátt fyrir það eru sjö breytingar á liðinu sem vann Southampton í miðri viku.

Jose Sa kemur aftur í mark Úlfana og Leandro Dendoncker kemur inn í stað Hwang Hee-Chan.

Manchester City og Aston Villa mætast. Jack Grealish fyrrum leikmaður Villa byrjar á bekknum gegn sínum gömlu félögum. John Stones er með Laporte í miðverðinum og Fernandinho virðist vera í hægri bakverði.

Það vekur athygli að Emiliano Martinez er ekki í hóp hjá Villa, þá byrjar Philippe Coutinho.

Eyða Breyta
11:59
Hver verður markakóngur?
Það er mikil barátta um hvaða leikmaður endar sem markahæsti leikmaður deildarinnar.

Mo Salah er með 22 mörk skoruð, einu marki meira en Heung-Min Son. Salah er tæpur vegna meiðsla og sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, að hann myndi ekki taka neina sénsa í lokaumferðinni þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er helgina eftir lokaumferðina.

Liverpool mætir Wolves á heimavelli og Tottenham mætir Norwich.

Cristiano Ronaldo er svo í fjórða sæti með átján mörk. Manchester United mætir Crystal Palace. Samherji Son, Harry Kane, er svo í fjórða sætinu með sextán mörk.



Efstu tíu á markalistanum:
Salah - 22
Son - 21
Ronaldo - 20
Kane - 18
De Bruyne - 15
Mane - 15
Jota - 15
Vardy - 14
Sterling 13
Zaha - 13

Eyða Breyta
11:56
Fallbaráttan:
17. Burnley 35 stig (-18)
-----
18. Leeds 35 stig (-38)

Leeds er í fallsæti fyrir lokaumferðina, með mun lakari markatölu en Burnley. Því er Burnley með málin í sínum höndum og er öruggt með að halda sæti sínu með sigri.

15:00 Burnley - Newcastle
15:00 Brentford - Leeds

Eyða Breyta
11:53
Evrópudeildarbaráttan:
6. Man Utd 58 stig (+1)
7. West Ham 56 stig (+11)

Sjötta sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni en sjöunda sætið Sambandsdeildarsæti.

15:00 Crystal Palace - Man Utd
15:00 Brighton - West Ham

Eyða Breyta
11:50
Baráttan um Meistaradeildarsætið:
4. Tottenham 68 stig (+24)
5. Arsenal 66 stig (+9)

Tottenham dugir jafntefli gegn föllnu liði Norwich til að innsigla fjórða sætið. Arsenal þarf að treysta á óvæntan sigur Norwich og klára leik gegn Everton með sigri.

15:00 Norwich - Tottenham
15:00 Arsenal - Everton

Eyða Breyta
11:46
Titilbaráttan:
1. Man City 90 stig (+72 í markatölu)
2. Liverpool 89 stig (+66)

Manchester City gerði jafntefli gegn West Ham í síðustu umferð og er með stigi meira en Liverpool fyrir lokaumferðina. Þetta er eini möguleiki City á titli þetta tímabilið en Liverpool menn láta sig dreyma um fernuna.

15:00 Man City - Aston Villa
15:00 Liverpool - Wolves

Eyða Breyta
11:43
Íslandsmeistarinn Kári Jóns spáir í lokaumferðina í úrvalsdeildinni


Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í dag. Allir leikirnir hefjast klukkan 15:00. Upphitun á Síminn Sport hefst klukkan 14:30 og eftir leikina verður tímabilið gert upp í Vellinum.

Kári Jónsson, verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í körfubolta, spáir í leikina. Kári varð Íslandsmeistari með Val á miðvikudag eftir oddaleik gegn Tindastóli.

Kristófer Acox, samherji Kára, var spámaðurinn í síðustu umferð og var með fimm rétta.

Svona spáir Kári leikjunum:

Arsenal 2 - 1 Everton
Arsenal klárar tímabilið á heimasigri. Everton ekki að keppa að neinu eftir ótrúlegan síðasta leik.

Brentford 1 - 2 Leeds
Leeds nær í útisigur sem verður til þess að liðið heldur sæti sínu í deildinni! Raphinha setur eitt.

Brighton 2 - 2 West Ham
West Ham á leið í Sambandsdeildina.

Burnley 0 - 2 Newcastle
Newcastle heldur áfram að ná í úrslit og fellir Burnley með sigri á Turf Moor. Trippier leggur upp mark.

Chelsea 4 - 0 Watford
Chelsea klárar tímabilið með stæl, Mount skorar jafnvel eitt. Bless bless Watford.

Crystal Palace 1 - 2 Manchester United
Bruno Fernandes á einn sinn besta leik á tímabilinu og sér til þess að United endar þetta dapra tímabil á sigri.

Leicester 3 - 1 Southampton
Maddison, Barnes og Vardy. Næsta mál.

Liverpool 2 - 0 Wolves
1-0 í hálfleik og orðið 2-0 á 70. mínútu. Aldrei bras en bara því miður fyrir Púlara ekki nóg.

Manchester City 3 - 1 Aston Villa
Því City vinnur Villa 3-1, komast í 2-0 en hleypa þessu upp í smá spennu áður en Grealish klárar verkið.

Norwich 1 - 3 Tottenham
Það hefði verið eitthvað ef það hefði kikkað inn einhver matareitrun hjá Spurs... Svo varð ekki og Son endar markahæstur í deildinni með tvennu og Kane setur eitt.

Eyða Breyta
11:41
Góðan og gleðilegan daginn!

Búið ykkur undir sveiflur og dramatík. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ekki er staðfest fyrir lokaumferð hverjir verða meistarar, hverjir enda í topp fjórum og hvaða lið falla.

Eyða Breyta
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner