Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. júní 2019 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: Noregur þurfti vítaspyrnukeppni
María Þórisdóttir er fædd í Noregi. Faðir hennar er Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta.
María Þórisdóttir er fædd í Noregi. Faðir hennar er Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta.
Mynd: Getty Images
Noregur 1 - 1 Ástralía (4-1 í í vítaspyrnukeppni)
1-0 Isabell Herlovsen ('31)
1-1 Elise Kellond-Knight ('83)

Noregur er kominn áfram í 8-liða úrslit HM kvenna eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Ástralíu.

Liðin mættust í afar fjörugum leik fyrr í dag þar sem leikmenn vallarins áttu samtals 47 marktilraunir á 120 mínútum.

Isabell Herlovsen, sem skoraði 68 mörk í 48 leikjum á tíma sínum hjá Lilleström, gerði eina mark fyrri hálfleiksins og leiddu Norðmenn í leikhlé.

Ástralir voru hættulegri í seinni hálfleik en varnarleikur Norðmanna góður. Ekki þó nógu góður því Elise Kellond-Knight jafnaði á 83. mínútu eftir hornspyrnu.

Leikurinn fór því í framlengingu þar sem Norðmenn voru vaðandi í færum en náðu ekki að skora. Ástralir voru manni færri síðasta stundarfjórðunginn eftir að Alanna Kennedy var rekin útaf fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður.

Í vítaspyrnukeppninni skoruðu Norðmenn úr fyrstu fjórum spyrnum sínum en Ástralía klúðraði tveimur og skoraði úr þeirri þriðju. Tilgangslaust að taka fjórðu enda staðan orðin 4-1.

Noregur mætir annað hvort Englandi eða Kamerún í 8-liða úrslitum.

Þess ber að geta að María Þórisdóttir var í byrjunarliði Norðmanna og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner