Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
banner
   þri 22. júní 2021 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjössi Hreiðars: Fannst við betra liðið í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík féll úr leik í MJólkurbikar karla eftir 2-1 tap á Salt-Pay vellinum á Akureyri í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals hjá fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin eftir leikinn?

„Það er fúlt að vera dottnir út vegna þess að við ætluðum okkur áfram, bikarinn er þannig að þú þarft að vinna leiki til að fá fleiri leiki. Við erum 'off' þetta árið og það er miður. Mér fannst við vera með frammistöðu til að fara áfram."

Hvað hefðu þið þurft að gera betur hér í kvöld?

„Við hefðum þurft að vera aðeins grimmari inn í teignum og í kringum hann til að ná fleiri mörkum. Strákarnir leggja sig fram og standa sig vel við erfiðar aðstæður, mér fannst við herja mjög vel á þá í restina, það var bara sjónarmunur hvort boltinn var inni eða ekki."

Það voru margar breytingar á liðinu frá síðasta deildarleik, eru meiðsli að hrjá liðið?

„Nei, það er mjög stutt á milli leikja, spiluðum síðast á föstudaginn og svo aftur næsta föstudag, það eru leikmenn sem þurfa að spila fótboltaleiki. Við erum búnir að vera á sama liði undanfarið. Við erum hér inná með fínt lið sem mér fannst vera betra inn á vellinum í leiknum."
Athugasemdir
banner