Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 22. júní 2021 23:31
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Magnús Örn: Það þýðir ekkert að fara að grenja
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta tók á móti HK í kvöld á Seltjarnarnesi í leik sem endaði með 1-2 útisigri HK. Danielle Marcano skoraði bæði mörk HK á meðan María Lovísa Jónasdóttir skoraði mark Gróttu í leiknum. Magnús Örn Helgason, annar þjálfara Gróttu var spurður eftir leik hvernig honum fannst frammistaðan.

„Manni líður alltaf frekar illa þegar maður tapar og sérstaklega í leikjum þar sem manni finnst að maður eigi ekki endilega að tapa, það var þannig í dag. Ég er ekki að segja að sigur HK var ósanngjarn en ef þú horfir á leikinn í heild þá áttum við góða möguleika sem að við nýttum ekki alveg. Þannig ég er frekar svekktur."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 HK

Danielle Marcano skorar bæði sín mörk á 15. múnútu og á 18. mínútu en á fyrstu 20 mínútum leiksins gengur ekkert upp hjá Gróttustelpum. Magnús er spurður hver ástæða þess hafi verið.

„Ég er ekki með einhverja skýra ástæðu fyrir því hvað gerist en þetta gerist mjög fljótt og er í rauninni ástæðan fyrir því að við töpum leiknum. Þetta var held ég bara einhverskonar blanda af skipulagsleysi og virkilega góðum afgreiðslum frá góðum framherja HK og þær voru beittar í skyndisóknum og ég bara hrósa þeim fyrir það."

Grótta sitja í 7. sæti í Lengjudeildinni með 7 stig, jafnar HK á stigum. Þær geta með tapi í næsta leik farið í fallsæti en margir miðlar spáðu Gróttu að vera í toppbaráttu í sumar. Magnús er spurður hvort þetta slæma gengi er að hafa áhrif á hópinn.

„Já, það er alveg rétt að við lýtum á okkur sjálf sem lið sem á að geta betur en vill ekki vera í 7., 8. sæti með 7 stig. Auðvitað hefur þetta áhrif en við verðum samt aða vara okkur á að þetta hafi of mikil áhrif. Því að íþróttirnar eru þannig að það skiptast á skin og skúrir og þetta er smá mótlæti sem við erum í, smá brekka, við erum búin að grafa okkur ofan í holu. Þannig að verkefnið okkar núna er að láta þetta hafa hvetjandi áhrif á okkur. Auðvitað hefur þetta áhrif, við viljum gera betur en það þýðir ekkert að fara að grenja."

Nína Kolbrún Gylfadóttir fór mjög snemma útaf meidd í seinasta leik Gróttu gegn Haukum en Magnús var spurður hvort meiðslin séu alvarleg, ásamt því að Lilja Lív Margrétardóttir var ekki í hóp í leik kvöldins.

„Lilja Lív er á landsliðsæfingum, U16 ára landsliðið er að undirbúa sig fyrir Norðurlandamót og það hittir illa á. Nína er líklega mjög alvarlega meidd og það er ofan á slæmt úrslitagengi þá erum við núna að missa hana og Eddu í löng og alvarleg meiðsli þannig að það er líka mjög slæmt og neikvætt fyrir hópinn í heild en sem betur fer erum við með góða breidd og getum alltaf teflt fram góðu liði en það er mjög líklegt að Nína verði lengi frá."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner