Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 22. júlí 2024 23:21
Ívan Guðjón Baldursson
Höjbjerg til Marseille (Staðfest) - Nketiah næstur inn
Franska félagið Olympique de Marseille ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð og hefur verið að styrkja leikmannahópinn sinn af miklum krafti í sumar.

Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg er búinn að skrifa undir samning við Marseille en hann fer til félagsins á lánssamningi með kaupskyldu.

Frakkarnir koma til með að borga um 15 til 20 milljónir evra fyrir þennan 28 ára miðjumann sem lék 184 leiki á fjórum árum hjá Tottenham.

Marseille hefur verið að horfa til enska boltans í sumarglugganum og er Höjbjerg fjórði leikmaðurinn sem félagið nælir sér í þetta sumarið. Mason Greenwood og Ismaël Kone eru einnig komnir úr herbúðum Manchester United og Watford, ásamt Lilian Brassier frá Brest.

Eddie Nketiah, framherji Arsenal sem á þrjú ár eftir af samningi, er talinn vera næstur inn hjá franska félaginu.


Athugasemdir
banner
banner