Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. ágúst 2020 10:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur og Eiður framlengja hjá Val
Pétur Pétursson og Eiður Ben Eiríksson.
Pétur Pétursson og Eiður Ben Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfararnir Pétur Pétursson og Eiður Ben Eiríksson hafa framlengt samninga sína við Íslandsmeistara Vals.

Pétur, sem er fyrrum landsliðsframherji, tók við Val eftir tímabilið 2017. Eiður var ráðinn til starfa með Pétri fyrir tímabilið í fyrra og hafa þeir unnið saman síðan.

Undir þeirra stjórn varð Valur Íslandsmeistari í fyrra en Breiðablik hafa reynst of sterkar í ár og eru með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að knattspyrnudeild Vals hefur framlengt samninga við Pétur Pétursson og Eið Ben Eiríksson um þjálfun kvennaliðsins til loka tímabilsins 2022," segir í tilkynningu frá Val.

Næsti leikur Vals er á mánudaginn gegn Þrótti.
Athugasemdir
banner
banner