Kári er með átta stiga forystu á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir af 2. deild karla en liðið tapaði samt sem áður mikilvægum stigum í hádramatísku 3-3 jafntefli gegn ÍH í Skessunni í kvöld þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft.
Með sigri hefði Kári getað komið sér í þægilega stöðu og verið aðeins einum sigri frá sæti í 2. deild, en ÍH ætlaði ekki að leyfa þeim að ganga yfir sig á skítugum skónum.
ÍH var 2-1 yfir í hálfleik. Gísli Þröstur Kristjánsson og Brynjar Jónasson gerðu mörk heimamanna en Sigurður Hrannar Þorsteinsson mark Kára.
Sigurður jafnaði metin snemma í þeim síðari og hjálpaði það gestunum þegar Rajko Rajkovic, markvörður ÍH, fékk að líta rauða spjaldið á 74. mínútu. Sigurjón Logi Bergþórsson skoraði þriðja mark Kára átta mínútum síðar en Gísli Þröstur jafnaði mínútu síðar.
Aron Ýmir Pétursson, einn af þjálfurum Kára, fékk að líta rauða spjaldið á 85. mínútu fengu markaskorararnir Sigurður Hrannar og Sigurjón Logi báðir að líta rautt spjald seint í uppbótartíma. Hasarinn greinilega mikill í Hafnarfirði.
Lokatölur urðu 3-3 og eru Káramenn á toppnum með 43 stig en ÍH í 8. sæti með 19 stig. Kári getur farið langleiðina með að koma sér upp er liðið fær Sindra í heimsókn á sunnudag.
Magni vann toppbaráttulið Augnabliks, 2-1, á Grenivík. Þorsteinn Ágúst Jónsson gerði sigurmark heimamanna þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Augnablik er í 4. sæti með 34 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, stigi á eftir næstu tveimur liðum.
Árbær vann öflugan 3-0 sigur á Sindra. Jonatan Aaron Belányi, Nemanja Lekanic og Andi Andri Morina gerðu mörk Árbæinga sem eru í 3. sæti með 35 stig.
Ingvar Atli Auðunarson var hetja KV sem vann 1-0 sigur á Víði. Ansi óvæntur sigur KV sem er í fallbaráttu á meðan Víðir er í öðru sæti með 35 stig.
Botnliðin tvö, Hvíti riddarinn og Vængir Júpiters, unnu þá einnig, en Hvíti riddarinn vann 4-3 sigur á Elliða í Árbæ á meðan Vængir unnu KFK, 4-1.
Hvíti og Vængir eru með 17 stig í tveimur neðstu sætunum en spennan er gríðarleg á toppi og botni deildarinnar.
Úrslit og markaskorarar:
ÍH 3 - 3 Kári
1-0 Gísli Þröstur Kristjánsson ('3 )
1-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('5 )
2-1 Brynjar Jónasson ('40 )
2-2 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('53 )
2-3 Sigurjón Logi Bergþórsson ('82 )
3-3 Gísli Þröstur Kristjánsson ('83 )
Rautt spjald: , , ,Rajko Rajkovic , ÍH ('74)Aron Ýmir Pétursson , Kári ('85)Sigurjón Logi Bergþórsson , Kári ('91)Sigurður Hrannar Þorsteinsson , Kári ('91)
Magni 2 - 1 Augnablik
1-0 Ibrahim Boulahya El Miri ('15 )
1-1 Júlíus Óli Stefánsson ('38 )
2-1 Þorsteinn Ágúst Jónsson ('84 )
Sindri 0 - 3 Árbær
0-1 Jonatan Aaron Belányi ('29 )
0-2 Nemanja Lekanic ('31 )
0-3 Andi Andri Morina ('89 )
KV 1 - 0 Víðir
1-0 Ingvar Atli Auðunarson ('80 )
KFK 1 - 4 Vængir Júpiters
0-1 Almar Máni Þórisson ('4 )
1-1 Alejandro Barce Lechuga ('37 )
1-2 Almar Máni Þórisson ('45 )
1-3 Dofri Snorrason ('66 )
1-4 Anton Breki Óskarsson ('89 )
Elliði 3 - 4 Hvíti riddarinn
0-1 Eiríkur Þór Bjarkason ('15 )
0-2 Alexander Aron Tómasson ('31 )
0-3 Alexander Aron Tómasson ('35 )
1-3 Hlynur Magnússon ('40 )
2-3 Andi Morina ('45 )
2-4 Aron Daði Ásbjörnsson ('61 )
3-4 Pétur Óskarsson ('90 , Mark úr víti)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir