Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Mikel Merino færist nær Arsenal eftir vel heppnaðar viðræður í gærkvöldi.
Arsenal hefur reynt við Merino í allt sumar og viðræður við Real Sociedad gengið hægt. En nú virðast málin loks vera komin á almennilegt skrið.
Arsenal hefur reynt við Merino í allt sumar og viðræður við Real Sociedad gengið hægt. En nú virðast málin loks vera komin á almennilegt skrið.
Merino á 242 leiki að baki fyrir Real Sociedad og hefur leikið 28 landsleiki fyrir Spán. Hann var hjá Newcastle 2017-18.
Edu íþróttastjóri Arsenal hefur verið á Spáni til að ræða um kaup á Merino en enskir fjölmiðlar hafa talað um að 30 milljónir punda ættu að vera nóg til að krækja í hann.
Merino á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Sociedad og var utan hóps í fyrstu umferð La Liga. Ef hann gengur í raðir Arsenal verður hann annar leikmaðurinn sem félagið fær í sumar, á eftir ítalska varnarmanninum Riccardo Calafiori.
Athugasemdir





