Franski miðvörðurinn Wesley Fofana eyddi fyrr í dag flestöllu tengdu Chelsea á Instagram reikningi sínum.
Þetta vakti upp margar spurningar hjá stuðningsmönnum Chelsea en samkvæmt Sky Sports eru engin vandamál á milli hans og félagsins.
Þetta vakti upp margar spurningar hjá stuðningsmönnum Chelsea en samkvæmt Sky Sports eru engin vandamál á milli hans og félagsins.
Fofana sé ekki sá eini sem er með aðgang að reikningnum en þetta er vægast sagt furðulegt.
„Hver gæti ástæðan eiginlega verið?" spyr fréttakonan Olivia Buzaglo á X en stuðningsmenn Chelsea eru ekki sáttir við að Fofana sé að búa til eitthvað drama.
Fofana er einn meiðslahrjáðasti fótboltamaður í heimi en hann hefur aðeins spilað 34 leiki fyrir Chelsea frá því hann gekk í raðir félagsins sumarið 2022.
Fofana, sem spilaði 14 úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili, var á bekknum í fyrsta leik á þessu tímabili gegn Crystal Palace.
I really don’t get Wesley Fofana deleting Chelsea from his Instagram.
— Olivia Buzaglo (@OliviaBuzaglo) August 20, 2025
What could be the reason? Weird, weird situation. Doesn’t make any sense to me.
Athugasemdir