Danska félagið Bröndby er að ganga frá kaupum á austurríska landsliðsmanninum Michael Gregoritsch.
Hann mun kosta félagið um 1,5 milljónir evra eða um 220 milljónir íslenskra króna.
Hann mun kosta félagið um 1,5 milljónir evra eða um 220 milljónir íslenskra króna.
Þetta sýnir kannski muninn á því sem er í gangi í Danmörku og Íslandi þar sem leikmenn hafa nýverið verið keyptir á milli félaga fyrir 10 til 20 milljónir íslenskra króna.
Gregoritsch kemur til Bröndby frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Freiburg. Hann er 31 árs gamall og spilar með landsliði Austurríkis.
Bröndby vann Víkinga í einvígi í forkeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0 þá töpuðu Víkinga seinni leiknum 4-0 og féllu því miður úr leik en það hefði verið magnað afrek að leggja Bröndby að velli.
Athugasemdir