Fimm leikir fara fram í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld en Manchester United heimsækir Luton Town á meðan Tottenham Hotspur mætir Leyton Orient.
Heung Min Son og Harry Kane voru öflugir í 5-2 sigrinum á Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og má gera ráð fyrir að þeir fái hvíld í kvöld. Jose Mourinho mun væntanlega gera nokkrar breytingar á liðinu en Leyton Orient spilar í ensku D-deildinni.
Luton Town spilar þá við Manchester United. Ole Gunnar Solskjær og hans menn í United hafa ekki verið sannfærandi í byrjun leiktíðar en fá nú tækifæri til að koma sér af stað.
Leikir dagsins:
17:00 Leyton Orient - Tottenham Hotspur
18:00 Newport County - Watford
18:00 WBA - Brentford
18:30 West Ham United - Hull City
19:15 Luton Town - Manchester United
Athugasemdir