Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fös 22. september 2023 23:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extra stolt að bera númerið út af Gylfa - „Ég verð að gefa honum skýrslu"
Karólína eftir leikinn í kvöld.
Karólína eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Lyngby
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék með nýtt númer á bakinu er Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

Frá því hún vann sér inn fast sæti í liðinu þá hefur hún vanalega klæðst treyju númer átta, en í kvöld var hún númer tíu.

Hún fær þetta númer þar sem Dagný Brynjarsdóttir er að fara að eignast sitt annað barn. Dagný hefur lengi verið númer tíu í landsliðinu en núna fær Karólína Lea þetta flotta númer.

Karólína hefur talað um það að sínar tvær helstu fyrirmyndir í fótboltanum séu Dóra María Lárusdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson, frændi hennar. Þau tvo voru lengi með þetta númer í íslenska landsliðinu.

„Ég er að passa það vel fyrir Dagnýju," sagði Karólína og brosti.

„Þetta er þvílíkur heiður. Gylfi er mín helsta fyrirmynd og ég er extra stolt að hafa þetta númer út af honum."

Sneri aftur í kvöld
Gylfi sneri aftur á fótboltavöllinn í kvöld eftir langa fjarveru. Hann kom inn af varamannabekknum á 71. mínútu í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni. Gylfi, sem er einn besti fótboltamaður í sögu Íslands, var að snúa aftur eftir tveggja ára fjarveru.

„Var hann góður eða?" spurði Karólína létt en hún ætlar að horfa á leikinn hjá Lyngby.

„Ég verð að horfa á þennan leik til baka, ég verð að gefa honum skýrslu. Ég fæ gæsahúð að hugsa um að hann sé kominn aftur og ég er ekkert smá stolt af honum."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner