Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Breiðablik að kaupa ungan leikmann frá Haukum
Arnar Númi á sprettinum.
Arnar Númi á sprettinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik er að kaupa sóknarmanninn unga Arnar Núma Gíslason frá Haukum en þetta kemur fram í Dr. Football í dag.

Arnar Númi er fæddur árið 2004 og er því að ganga upp í 2. flokk.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnar stigið sín fystu skref í meistaraflokki með Haukum á þessu tímabili en hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum í 2. deildinni hingað til.

Arnar Númi er samningsbundinn Haukum til 2022 og því kaupir Breiðablik hann.

Arnar Númi á fjóra leiki að baki með U17 ára landsliði Íslands en hann spilaði með liðinu á móti í Hvíta-Rússlandi í byrjun árs. Engir fleiri leikir hafa verið hjá U17 í ár vegna kórónuveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner