Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   fös 22. nóvember 2019 13:35
Elvar Geir Magnússon
Leikur sinn fyrsta deildarleik í 18 mánuði gegn Man Utd
Sheffield United og Manchester United eigast við í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Það eru mikilvæg stig í boði en Sheffield er í fimmta sæti, stigi á undan Manchester liðinu.

Dean Henderson, aðalmarkvörður Sheffield United, er lánsmaður frá Manchester United og má ekki spila leikinn á sunnudag.

Varamarkvörðurinn Simon Moore, sem er 29 ára, mun spila í marki Sheffield en hann hefur ekki spilað deildarleik síðan í maí 2018.

„Simon hefur verið magnaður síðan hann kom til félagsins. Hann var frábær með okkur í C-deildinni. Hann hefur sýnt þolinmæði en er fullur tilhlökkunar fyrir sunnudeginum," segir Chris Wilder, hinn geðþekki stjóri Sheffield.

John Egan meiddist í landsleik með Írum gegn Dönum á mánudag en Wilder segir mögulegt að hann geti spilað á sunnudag.

„Það verður tekin ákvörðun á síðustu stundu. Við eigum menn til að fylla hans skarð. Ef John er ekki klár spilar Phil Jagielka og hann býr yfir gríðarlegri reynslu af stórleikjum," segir Wilder.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner