Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. nóvember 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Rice: Gagnrýnin kveikti eldmóð
 Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Gagnrýnin sem enska landsliðið fékk fyrir HM gaf leikmönnum eldmóð. Þetta segir miðjumaðurinn Declan Rice.

England hélt á HM í Katar eftir sex leiki í röð án sigurs og fall úr Þjóðadeildinni. En liðið vann 6-2 sigur gegn Íran i gær.

„Það voru efasemdir um okkur fyrir mótið. Við vildum sýna fólki að það hefði rant fyrir sér," segir Rice.

„Það hefur mikið verið talað um að við höfum ekki unnið í síðustu sex leikjum. Við vitum það vel sjálfir að þetta hefur ekki verið nægilega gott. En það mátti sjá eldmóðinn í okkur núna þegar við erum komnir á HM sviðið."

„Fólk mun segja 'Þetta er bara Íran' en þeir hafa náð góðum úrslitum á HM og í september vann liðið Úrúgvæ og gerði jafntefli gegn Senegal. Fyrsti leikur, fyrsti sigurinn. Það er ekki hægt ða biðja um meira."

England mætir Bandaríkjunum klukkan 19 á föstudagskvöld í næsta leik sínum í B-riðli.
Athugasemdir
banner
banner