Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. janúar 2022 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pereira búinn að taka fram úr Rooney
Vitor Pereira.
Vitor Pereira.
Mynd: Getty Images
Vitor Pereira er orðinn líklegastur til að taka við starfi knattspyrnustjóra Everton. Þetta kemur fram á Talksport.

Rafa Benitez var rekinn frá Everton fyrir viku síðan. Liðið byrjaði vel undir stjórn spænska stjórans en vann aðeins tvo af síðustu fimmtán deildarleikjunum undir hans stjórn.

Duncan Ferguson er að stýra Everton til bráðabirgða og undir hans stjórn tapaði liðið gegn Aston Villa í gær, 0-1.

Everton hafði samband við Roberto Martinez, en það gekk ekki upp þar sem hann er landsliðsþjálfari Belgíu og hann vill halda áfram í því starfi.

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Everton, hefur verið að gera flotta hluti með Derby County og hann hefur verið efstur í veðbönkum upp á síðkastið.

En samkvæmt Talksport, þá er Pereira orðinn líklegastur til að taka við starfinu. Pereira stýrði Porto tvisvar til sigurs í portúgölsku úrvalsdeildinni, 2012 og 2013. Síðan hefur hann verið á ferðalagi um heiminn og þjálfað í Sádí-Arabíu, Grikklandi, Tyrklandi, Þýskalandi og Kína. Síðast stýrði hann Fenerbahce í Tyrklandi.

Pereira er sagður hafa heillað Fahrad Moshiri, eiganda Everton, upp úr skónum í viðtali fyrir starfið og eru góðar líkur á að honum bjóðist að taka það að sér.
Athugasemdir
banner
banner