Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. janúar 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sardar Azmoun til Leverkusen (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen er búið að tryggja sér íranska framherjann Sardan Azmoun á frjálsri sölu næsta sumar.

Hinn 27 ára gamli Azmoun rennur út á samningi við Zenit í Rússlandi í sumar. Azmoun er algjör lykilmaður hjá Zenit og hefur skorað 62 mörk í 104 keppnisleikjum auk þess að leggja 36 upp.

Azmoun hefur skorað 39 mörk í 60 landsleikjum með Íran og hefur leikið í Rússlandi allan ferilinn. Það verður afar spennandi að sjá hvernig honum tekst að fóta sig í þýska boltanum.

Azmoun er metinn á um 25 milljónir evra og mun sá verðmiði hækka umtalsvert eftir að hann skorar fyrstu mörkin fyrir Leverkusen.

Burnley var einnig orðað við Azmoun og þá voru AC Milan og Lyon að fylgjast með honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner