Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. janúar 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Gagnrýnir Antony - „Kemst ekki framhjá neinum“
Antony var tekinn af velli.
Antony var tekinn af velli.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand hefur gagnrýnt Antony fyrir frammistöðu hans í tapi Manchester United gegn Arsenal.

Ferdinand segir Antony kraftlausan og að hann komist ekki framhjá neinum þegar hann er með boltann. Þessi 22 ára Brasilíumaður fann sig ekki í leiknum var tekinn af velli í seinni hálfleik.

Ferdinand segir Antony alls ekki sýna það sama og hann gerði hjá Ajax, og gerði það að verkum að United eyddi 86 milljónum punda í hann.

„Hann nær ekki að skáka neinum, ég hef séð myndbrot frá því þegar hann var hjá Ajax og hann var leikmaður sem fór illa með varnarmenn andstæðingana. Maður sér Thomas Partey, sem maður flokkar ekki sem spetthlaupara, hlaupa framhjá honum. Antony er kraftlaus," segir Ferdinand.

Þá segir Ferdinand að Luke Shaw, varnarmaður United, hafi verið hræddur við Bukayo Saka í leiknum. Saka var valinn maður leiksins en hann gerði Shaw erfitt fyrir.

„Saka hefur að mínu mati verið besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu. Hann gerði Shaw hræddan. Shaw, sem hefur hingað til verið algjörlega frábær á tímabilinu, gaf honum of mikið pláss," segir Ferdinand.
Athugasemdir
banner
banner
banner