Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 11:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ramos ósáttur með dómarann í tapi Real Madrid
Ramos hefur fengið þau ófá spjöldin á ferlinum.
Ramos hefur fengið þau ófá spjöldin á ferlinum.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos mætti mjög pirraður í viðtal eftir leik Levante og Real Madrid í gærkvöldi, heimamenn í Levante höfðu betur í leiknum, 1-0.

Ef það var eitthvað eitt sem pirraði Ramos meira en annað þá var það dómari leiksins Alejandro Hernandez sem gaf fyrirliða Madrídarliðsins gult spjald þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum.

„Ég kýs yfirleitt að tjá mig ekki um dómara en stundum verð ég bara mjög hugsi," sagði Ramos.

„Ég er pirraður út í Hernandez. Dómarar komu betur fram hér áður fyrr og fyrirliðarnir gátu þá rætt við þá, annað hvort er maður hrokafullur eða er það ekki, það er ekkert þar á milli."

„Ég spurði dómarann hvort hann ætti einhver persónuleg vandamál við mig og ef svo væri gætum við leyst þau mál," sagði pirraður Ramos eftir tap gegn Levante.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner