Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland tekur þátt í Evrópumótinu í eFótbolta
Mynd: KSÍ
Riðlakeppni Evrópumótsins í eFótbolta er framundan og er Ísland í sjö liða riðli sem fer fram helgina 16.-17. mars.

Ísland er í riðli með Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu, Litháen, Armeníu og Noregi en í heildina eru 51 þjóðir sem taka þátt.

Það eru sjö riðlar og fara sjö þjóðir áfram í úrslitariðilinn sem verður spilaður í júlí.

Aron Þormar Lárusson verður fulltrúi Íslands í ár og verður spilaður leikurinn EA Sports FC, sem hét áður FIFA.

Evrópumótið í eFótbolta er opinbert UEFA mót.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner