Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. apríl 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 11. sæti
11. sæti: Þróttur R.
Lengjudeildin
Úr leik Þróttar og Magna á síðustu leiktíð. Það munaði aðeins einu marki á liðunum.
Úr leik Þróttar og Magna á síðustu leiktíð. Það munaði aðeins einu marki á liðunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson og Sam Hewson.
Guðlaugur Baldursson og Sam Hewson.
Mynd: Þróttur
Baldur Hannes Stefánsson.
Baldur Hannes Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Bergsson.
Daði Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Franko Lalic.
Markvörðurinn Franko Lalic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal.
Frá Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Þróttur R, 55 stig
12. Víkingur Ó, 43 stig

11. Þróttur R.
Þróttarar hafa verið í vandræðum síðasta tímabil og þeir sluppu við fall með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Þrjú lið enduðu jöfn á botni Lengjudeildarinnar þegar mótinu var slaufað, en markatala Þróttar R. var betri en markatala Magna og Leiknis Fáskrúðsfjarðar. Einungis munaði einu marki á Magna og Þrótti, en Magnamenn voru með fleiri mörk skoruð og því hefði eitt mark í hvaða leik sem er dugað til þess að halda sætinu í deildinni. Magni klúðraði víti í síðustu umferðinni og því hélt Þróttur sér uppi. Núna er Þrótturum spáð niður.

Þjálfarinn: Guðlaugur Baldursson tók við Þrótti og gerði hann fjögurra ára samning eftir síðustu leiktíð. Hann hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari FH í Pepsi Max-deildinni en hann er einnig með góða reynslu sem aðalþjálfari, síðast hjá Keflavík frá 2017 til 2018. Sam Hewson verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Guðlaugi.

Álit sérfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gefur sitt álit á Þrótturum.

„Þróttarar fara ágætlega mannaðir inn í þetta tímabil. Miðjan hjá þeim er þeirra aðal styrkleiki með Bald Hannesson, Sam Hewson og Daða Bergs ásamt því að vera með fullt af ungum og efnilegum Þrótturum að banka á dyrnar. Þróttarar vilja spila sóknarbolta í grunninn, halda boltanum innan síns liðs ef hægt er en að sama skapi líka tilbúnir að aðlaga sig að andstæðingnum og leggjast til baka ef á þarf að halda. Það er sýnilegur munur til hins betra á spilamennsku liðsins í ár borið saman við árið í fyrra, þó svo að úrslitin hafi alls ekki fallið þeirra megin á undirbúningstímabilinu þá líta þeir betur út."

„Því miður hafa þeir átt í miklu erfiðleikum með að halda markinu sínu hreinu og sýnilegt að þeirra helsti veikleiki er varnarleikurinn og þá helst öftustu fjórir. Það er lítill talandi í liðinu í ár alveg eins og í fyrra, menn virðast vera fljótir að gefast upp þegar á móti blæs og þeim vantar sýnilega stjórnenda í þeirra öftustu línu til að berja taktinn í varnarleiknum. Leit stendur yfir af nýjum hafsent og bundnar eru vonir til þess að sá leikmaður sé síðasta púslið í þeirra annars ágætlega mannaða lið."

„Þróttarar eru vel settir með Lauga í brúnni sem hefur komið með sinn frábæra karakter inn í liðið, hann er harður húsbóndi en kemur inn með frábærar æfingar, hann er vel skipulagður og góður stjórnandi sem menn bera virðingu fyrir og klárlega eitthvað sem Þróttarar þurftu á að halda eftir ólgusjó undanfarin ár. Spurningin sem þarf að spyrja sig er hvort að ungu leikmennirnir fái tækifæri í ár."

„Þróttarar hafa verið að róa lífróður í 1. deild undanfarin ár og alveg spurning hvort þeir þurfi að taka eitt skref til baka niður í 2. deild og gefa ungu strákunum tíma til að fara tvö skref áfram í átt að efstu deild þar sem þeir eiga klárlega heima miðað við umgjörð. Þróttarar hafa alltaf verið með frábæra stuðningsmenn sem eru tilbúnir að ganga alla leið fyrir félagið sitt. Það hefur ekkert vantað upp á fjármagn eða stuðning þegar á hefur þurft að halda en því miður hafa hlutirnir ekki gengið upp síðastliðin ár. Félaginu hefur vantað framtíðarsýn en með nýrri stjórn virðast hlutirnir vera að fara í rétta átt sem vonandi smitast svo inn í leikmenn og þjálfara. Þrátt fyrir vond úrslit á undirbúningstímabilinu er bjartsýni í Laugardalnum; umgjörðin hefur sjaldan eða aldrei verið eins sterk og mikill hugur í að afsanna kenningar manna um hrakfarir komandi tímabils."

Lykilmenn: Baldur Hannes Stefánsson, Franko Lalic og Sam Hewson

Fylgist með: Baldur Hannes Stefánsson
„Efnilegur leikmaður fæddur 2002. Á marga leiki með U-17 ára landsliði Íslands og er með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Baldur er varnarsinnaður miðjumaður sem hefur þó spilað sem hafsent fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur vaxið mikið undanfarin ár; er mjög góður á boltann og með flottan leikskilning. Það sem hann helst þyrfti að bæta til að komast enn lengra er hraðinn en hann bætir það upp með öðrum þáttum. Það styrkir hann helling sem leikmann og karakter að fá mikilvægt hlutverk á miðju Þróttar. Baldur er sterkur í hóp þrátt fyrir ungan aldur, hann er ekki hávær en hefur þó vaxið ásmegin og er farinn að láta heyra í sér ef á þarf að halda. Ef fram heldur sem horfir verður Baldur mikilvægur hlekkur í liði Þróttar á komandi tímabili."

Komnir:
Aron Ingi Kristinsson frá Kára
Kairo Edwards-John frá Magna
Sam Ford frá Slóvakíu
Sam Hewson frá Fylki

Farnir:
Djordje Panic
Dion Acoff í Grindavík
Esau Rojo Martinez til Atlético Benidorm á Spáni
Oliver Heiðarsson í FH
Sindri Scheving í Fjölni
Sölvi Björnsson í Gróttu (Var á láni)
Tyler Brown

Fyrstu leikir Þróttar:
6. maí gegn Fjölni á heimavelli
15. maí gegn Vestra á útivelli
21. maí gegn Selfossi á heimavelli
Athugasemdir
banner