Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brighton telur sig eiga góðan séns í baráttunni um McKennna
Kieran McKenna.
Kieran McKenna.
Mynd: Getty Images
Brighton telur sig eiga góðan möguleika á að hafa betur í baráttunni gegn Chelsea um Kieran McKenna, stjóra Ipswich.

McKenna er einn heitasti bitinn á stjóramarkaðnum eftir að hafa stýrt Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum. Á næsta tímabili leikur Ipswich í ensku úrvalsdeildinni.

Brighton er að leita að nýjum stjóra eftir að Roberto De Zerbi hætti með liðið og er McKenna efstur á listanum.

McKenna er einnig ofarlega á lista Chelsea en Brighton telur sig eiga góðan möguleika á að vinna kapphlaupið um hann samkvæmt The Times.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá McKenna en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United. Hann var stuðningsmaður United í æsku og var áður í þjálfarateymi félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner