Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 23. júní 2021 21:44
Anton Freyr Jónsson
Brynjar: Alltaf góð tilfinning að fara inn í klefa með sigur á bakinu
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Verðskuldaður sigur, hefði hæglega geta verið stærri en Gróttumenn voru grimmir og öflugir, pressuðu vel og voru ógnandi þannig við þurftum að hafa allan varan á eiga góðan leik til að ná sigri," voru fyrstu viðbrögð Brynjars Björns Gunnarssonar þjálfara HK eftir sigurinn á Gróttu í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Grótta

Gróttumenn fengu sín færi en HK-ingar vörðust því vel og var Brynjar Björn ánægður með varnarleik liðsins í kvöld.

„Grótta spilaði vel og voru ógnandi, ógnuðu markinu og voru ekki bara að spila til að spila þannig við þurftum að verjast vel og gerðum það inn í teignum okkar í dag."

„Við þurftum aðeins að laga stöðuna í hálfleik og mér fannst ganga betur með þá í síðari hálfleiknum og eins og segir þeir hefðu á einhverjum mögulega getað jafnað en mér fannst við einhverneigin hafa leikinn í hendi okkar og það var svona okkar að tapa honum þegar við vorum komnir í 1-0."

HK fær Breiðablik í næsta leik í Pepsí Max-deildinni og var Brynjar Björn spurður út í þann leik sem fer fram næstkomandi sunnudag.

„Sigur, skorum tvö mörk og sköpum fullt af færum og það er alltaf góð tilfinning að fara inn í klefa eftir 90. mínútur með sigur á bakinu og eigandi Blikana hér á Sunnudaginn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner