Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. júní 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór er framtíðarmaður FH - „Verið að treysta á hann"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Logi Ólafsson var látinn fara sem þjálfari FH á mánudag eftir slakt gengi að undanförnu. Davíð Þór Viðarsson var Loga til aðstoðar. Davíð verður áfram í þjálfarateymi FH, nú með Ólaf Jóhannesson í aðalþjálfarastarfinu.

Davíð Þór var til umræðu í Innkastinu. Þeir Elvar Geir Magnússon, Ingólfur Sigurðsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu málin.

Sjá einnig:
„Leikmenn FH eiga stóran þátt í því að Logi sé farinn"

„Við sjáum að Davíð Þór Viðarsson var með risarödd og mikla ábyrgð í teyminu sjálfu. Hann heldur áfram einfaldlega vegna þess að FH-ingar treysta á að það sé framtíðarmúsík. Logi var hugsaður sem 'mentorinn' þar. Maður tók eftir því í leikjum og í kringum leiki að Davíð Þór var alls ekki í minna hlutverki. Logi tekur ábyrgðina," sagði Elvar Geir.

„Ef þú myndir detta niður af himnum núna og þú hefðir horft á leikinn gegn Breiðabliki, þér hefði verið sagt hvernig gengið hefði verið og þér hefði verið sagt frá þessu þjálfarateymi. Svo hefði annar þeirra verið rekinn og þú myndir ekki skilja upp né niður af hverju Daví Þór var ekki látinn fara," sagði Tómas og hélt áfram.

„En við öll sem fótboltaáhugafólk vitum betur. Hann er 'royalty' þarna og það er verið að treysta á hann, það er alveg morgunljóst. Auðvitað eru bróðir hans og pabbi hans líka þarna í kringum félagið. Það var ekki möguleiki að hann færi."

Logi Ólafsson var til viðtals á mánudag og var hann spurður hvort honum finnist skrítið að Davíð Þór hafi ekki verið látinn fara líka?

„Nei, það finnst mér ekki. Hann er framtíðarmaður félagsins, er efnilegur þjálfari og það er kannski of mikið í einu að henda öllu í burtu," sagði Logi
Innkastið - Logi látinn fjúka og víti fara forgörðum
Athugasemdir
banner
banner