Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 23. ágúst 2024 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Ætla ekki að selja fleiri leikmenn - „Allir verða að berjast“
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er ekki að búast við því að fleiri leikmenn muni yfirgefa félagið fyrir gluggalok.

Man City hefur selt fjóra leikmenn í þessum glugga og lánað tvo út.

Félagið keypti Savinho og fékk þá Ilkay Gündogan aftur til félagsins frá Barcelona á frjálsri sölu, en þeir Joao Cancelo og Maximo Perrone snéru aftur til félagsins eftir að hafa verið á láni hjá Barcelona og Las Palmas.

Guardiola segist ekki eiga von á því að fleiri leikmenn séu á útleið fyrir gluggalok.

„Nei, það verða allir áfram. Við höfum ekki breiddina fyrir það. Við erum með 19, 20 eða 21 leikmann. Það eru margir leikir og allir verða að berjast,“ sagði Guardiola

Samkvæmt heimasíðu Man City er félagið með 27-manna hóp ef ungu leikmennirnir eru teknir með inn í dæmið.

Fabrizio Romano hefur sagt frá því að ítalska félagið Como sé í viðræðum við Manchester City um Perrone og þá hefur verið talað um að Cancelo gæti farið til Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner