Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 23. ágúst 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Bissouma kominn úr agabanni - Solanke og Bentancur ekki með
Tottenham gerði jafntefli gegn Leicester í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og stefnir á að vinna Everton á heimavelli sínum á morgun.

Miðjumaðurinn Yves Bissouma snýr aftur úr agabanni en stjórinn Ange Postecoglou ýjaði að því á fréttamannafundi í dag að Bissouma myndi byrja á bekknum.

„Biss verður í hópnum á morgun en það eru fleiri möguleikar á miðsvæðinu og við höldum áfram að byggja upp liðið," sagði Postecoglou.

Bissouma gerði sig sekan um dómgreindarleysi þegar hann birti myndband af sér nota hláturgas. Notkun á hláturgasi hefur verið bannað með lögum á Bretlandseyjum síðan 2023.

Annars er það að frétta af leikmannahópi Tottenham að Dominic Solanke, sem kom frá Bournemouth í sumar, fékk högg í síðasta leik og missir af leiknum á morgun.

Rodrigo Bentancur fékk höfuðhögg gegn Leicester og missir einnig af leiknum á morgun. Pedro Porro er hinsvegar klár í slaginn, hann æfði í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner