Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 23. ágúst 2024 14:52
Elvar Geir Magnússon
Framtíð Toney í lausu lofti
Thomas Frank útilokar ekki að sóknarmaðurinn Ivan Toney verði með Brentford gegn Liverpool á sunnudaginn. Stjórinn segir hinsvegar að framtíð leikmannsins sé í lausu lofti.

Hinn 28 ára gamli Toney var ekki í leikmannahópnum í fyrstu umferð, þegar Brentford vann Crystal Palace. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu og nokkur ensk félög.

Breska ríkisútvarpið segir Brentford hafa hafnað 35 milljóna punda tilboði frá Al-Ahli í Toney.

„Ivan hefur æft alla vikuna með góðu hugarfari að öllu leyti. Hann gæti komið við sögu á sunnudag, kannski ekki," segir Frank.

„Kannski verður hann hérna áfram eftir að glugganum lokar, kannski ekki. Þetta er allt í óvissu. Ég hef sagt það áður að ég verð ánægður ef hann verður hérna áfram. Ef hann verður ekki áfram þá mun ég samgleðjast honum ef hann er ánægður."

Toney var með enska landsliðinu á EM í Þýskalandi, þrátt fyrir að hafa misst af stærstum hluta síðasta tímabils þegar hann afplánaði bann fyrir brot á veðmálareglum.
Athugasemdir