Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 23. ágúst 2024 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórir Jóhann orðaður við annað danskt félag
Á að baki sextán leiki fyrir íslenska landsliðið.
Á að baki sextán leiki fyrir íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðillinn Bold fjallar í dag um áhuga danska úrvalsdeildarfélagsins Viborg á Þóri Jóhanni Helgasyni.

Þórir Jóhann er leikmaður Lecce og eru miklar líkur á því að hann yfirgefi félagið fyrir gluggalok.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Eintracht Braunschweig í sumar en hann var þar á láni á síðasta tímabili. Hann var svo fyrr í þessum mánuði orðaður við AGF í Danmörku.

Þórir er 23 ára og átti gott tímabil í þýsku B-deildinni á síðasta tímabili. Þórir er sagður opinn fyrir því að fara alfarið frá Lecce í sumar en ítalska félagið vill fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Hægt væri að fá hann á láni, en þá þyrfti Þórir að framlengja samning sinn á Ítalíu sem hann er ekki spenntur fyrir. Þórir var síðasta sumar orðaður við Álaborg en endaði þá í Braunschweig.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner
banner