Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. september 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp hvetur fólk að mæta: Þá veit ég ekki hvað
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru ansi áhugaverðir leikir í úrvalsdeild kvenna á Englandi núna um helgina.

Arsenal spilar við Tottenham, Dagný Brynjarsdóttir og hennar stöllur fá Manchester United í heimsókn og á Anfield spilar Liverpool við Everton í nágrannaslag.

Liverpool byrjaði tímabilið ótrúlega vel eins og lesa má um hérna.

Jurgen Klopp, stjóri karlaliðs Liverpool, hefur hvatt fólk til að mæta á völlinn og fylla Anfield. Það yrði mögnuð upplifun fyrir leikmennina sem og aðra.

„Við erum að spila gegn Everton. Ef það er ekki næg ástæða til að skella sér á völlinn þá veit ég ekki hvað. Ég myndi elska að sjá að það verði uppselt á Anfield," sagði Klopp.

„Því miður verð ég ekki á landinu, annars myndi ég mæta. En ég óska ykkur alls hins besta. Áfram Liverpool."


Athugasemdir
banner
banner