
Knattspyrnudeild Fylkis sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að Jón Steindór Þorsteinsson og Rakel Logadóttir hefðu látið af störfum hjá félaginu, en þau voru einfaldlega rekin.
Tilkynning Fylkis birtist á Facebook-síðu Fylkis í gærkvöldi en hún var svohljóðandi:
„Jón Steindór Þorsteinsson og Rakel Logadóttir hafa látið af störfum sem þjálfarar meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Fylki.
Fylkir vill koma á framfæri þökkum til Nonna og Rakelar fyrir sín störf í þágu félagsins og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.
Leit að nýjum þjálfurum fyrir meistaraflokk félagsins er hafin og munu þau mál skýrast bráðlega," sagði í yfirlýsingunni.
Rakel deildi fréttinni á Twitter í gær og birti ummæli með henni, en þar kom fram að þau hefðu einfaldlega verið rekin frá félaginu.
„Við létum ekkert af störfum. Við vorum rekin. Hressandi!," skrifaði Rakel á Twitter.
Fylkir, sem féll úr efstu deild á síðasta ári, hafnaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar á tímabilinu með 21 stig. Liðið gerði níu jafntefli í átján leikjum sínum í deildinni.
Við létum ekkert af störfum. Við vorum rekin! Hressandi! https://t.co/P1f5XT67u9 https://t.co/ntXhRLFapo
— Rakel Logadóttir (@rakelloga) September 22, 2022
Athugasemdir